Jafnrétti kynjanna stuðlar að friðsælli heimi 30. október 2010 06:00 Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur; Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands; Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs; Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands skrifa: Tíu ár eru síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í fyrsta skipti órofa tengsl milli jafnréttis kynjanna og friðar og öryggis, þegar ráðið samþykkti einróma ályktun númer 1325 um konur, frið og öryggi 31. október árið 2000. Í ályktun 1325 er litið svo á að konur séu virkir boðberar friðar og áréttað að konur þurfi að taka fullan þátt á jafnréttisgrundvelli í öllum friðarferlum. Í ályktuninni er vakin athygli á því að átök geti bitnað með ólíkum hætti á körlum og konum og ítrekað mikilvægi þess að veita þörfum kvenna sérstaka athygli og standa vörð um réttindi þeirra og öryggi. Norðurlöndin leggja öll mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í utanríkisstefnu sinni. Við höfum séð hversu góð áhrif aukið jafnrétti kynjanna hefur haft í samfélögum okkar og erum þess fullviss að aukið jafnrétti og efling réttinda kvenna geti stuðlað að auknum friði í heiminum. Við erum því staðráðin í að efla og stuðla að framgangi jafnréttis kynjanna á heimsvísu. Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands Konur geta gegnt - og þurfa að gegna - mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir átök, byggja upp frið, vara við vaxandi spennu og vinna að afvopnun. Rannsókn sýndi nýlega fram á að þátttaka kvenna í héraðsuppbyggingarteymum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hefur góð áhrif á árangur aðgerða þess. Friðarsamningar, sem konur hafa tekið þátt í, eru víðtækari en aðrir og taka á fleiri atriðum, sem gerir þá líklegri til árangurs. Innleiðing hefur verið allt of hæg Að áratug liðnum frá samþykkt ályktunar 1325 hörmum við hversu hægt innleiðing hennar hefur gengið. Vopnuð átök hafa enn hræðileg áhrif á konur og stúlkur. Algengt er að þær verði fyrir skelfilegu kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem yfirleitt er aldrei refsað fyrir - jafnvel þótt tilkynnt sé um það. Konum er enn haldið utan við friðarferli og aðeins örfá lönd hafa lagt fram aðgerðaáætlun um framkvæmd ályktunar 1325. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Nokkur ár eru síðan Norðurlöndin byrjuðu að vinna eftir slíkum aðgerðaáætlunum. Sem utanríkisráðherrar höfum við hvatt önnur lönd til að gera sínar eigin aðgerðaáætlanir um framkvæmd ályktunar 1325 og erum tilbúin að deila reynslu okkar og veita þeim aðstoð. Alþjóðasamfélagið verður sífellt að leita leiða til að tryggja framgang réttinda kvenna. Ekki ber að líta eingöngu á konur sem fórnarlömb stríðsátaka þegar þær eru í raun einnig hluti af lausn þeirra. Virk þátttaka kvenna er frumskilyrði þess að hægt sé að ná varanlegum friði og byggja upp samfélög þar sem tekið er tillit til þarfa allra íbúa. Ályktun 1325 er tæki til að ná þessum markmiðum en árangur næst ekki sjálfkrafa. Sem dæmi má nefna að það þurfti mikinn þrýsting frá kvennasamtökum og frjálsum félagasamtökum í Afganistan, sem og frá alþjóðasamfélaginu, þ.m.t. Norðurlöndunum, til að tryggja þátttöku kvenna í friðarþinginu sem fram fór í Afganistan sl. sumar. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Öryggisráðið, Sameinuðu þjóðirnar og svæðisbundnar stofnanir þurfa að grípa kerfisbundið til aðgerða til að tryggja að raddir kvenna heyrist á svo mikilvægum augnablikum og að þeim sé veitt athygli. Refsileysi fyrir kynferðisofbeldi er óviðunandi Fyrr á þessu ári fögnuðum við ákvörðun um að setja á fót Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women). Við árnum Michelle Bachelet heilla í tilefni af skipun hennar sem aðstoðarframkvæmdastjóra SÞ og sem fyrsta framkvæmdastjóra Jafnréttisstofnunarinnar. Við erum þess fullviss að þessi nýja stofnun muni styrkja og efla starf SÞ á sviði jafnréttis kynjanna. Mikilvægt skref, að því er varðar konur, frið og öryggi, er stofnun hins nýja embættis sérstaks fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur það hlutverk að berjast gegn kynferðisofbeldi í átökum og skipun Margot Wallström frá Svíþjóð sem er fyrst til að gegna því embætti. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands. Við styðjum hinn sérstaka fulltrúa í sínu mikilvæga starfi, þ.m.t. við að berjast gegn refsileysi og almennri sakaruppgjöf fyrir kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og vernda konur og stúlkur gegn slíkum hryllingi. Slíkt ofbeldi hefur ekki eingöngu áhrif á þá einstaklinga sem fyrir því verða, heldur einnig fjölskyldur þeirra, heimabyggð og samfélög í heild. Alþjóðasamfélagið verður að láta í sér heyra og ítreka að slíkt ofbeldi muni aldrei líðast. Við verðum að tryggja að ofbeldismenn svari til saka og að fórnarlömb njóti aðstoðar. Réttlæti er forsenda friðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur; Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands; Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs; Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands skrifa: Tíu ár eru síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í fyrsta skipti órofa tengsl milli jafnréttis kynjanna og friðar og öryggis, þegar ráðið samþykkti einróma ályktun númer 1325 um konur, frið og öryggi 31. október árið 2000. Í ályktun 1325 er litið svo á að konur séu virkir boðberar friðar og áréttað að konur þurfi að taka fullan þátt á jafnréttisgrundvelli í öllum friðarferlum. Í ályktuninni er vakin athygli á því að átök geti bitnað með ólíkum hætti á körlum og konum og ítrekað mikilvægi þess að veita þörfum kvenna sérstaka athygli og standa vörð um réttindi þeirra og öryggi. Norðurlöndin leggja öll mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í utanríkisstefnu sinni. Við höfum séð hversu góð áhrif aukið jafnrétti kynjanna hefur haft í samfélögum okkar og erum þess fullviss að aukið jafnrétti og efling réttinda kvenna geti stuðlað að auknum friði í heiminum. Við erum því staðráðin í að efla og stuðla að framgangi jafnréttis kynjanna á heimsvísu. Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands Konur geta gegnt - og þurfa að gegna - mikilvægu hlutverki við að koma í veg fyrir átök, byggja upp frið, vara við vaxandi spennu og vinna að afvopnun. Rannsókn sýndi nýlega fram á að þátttaka kvenna í héraðsuppbyggingarteymum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hefur góð áhrif á árangur aðgerða þess. Friðarsamningar, sem konur hafa tekið þátt í, eru víðtækari en aðrir og taka á fleiri atriðum, sem gerir þá líklegri til árangurs. Innleiðing hefur verið allt of hæg Að áratug liðnum frá samþykkt ályktunar 1325 hörmum við hversu hægt innleiðing hennar hefur gengið. Vopnuð átök hafa enn hræðileg áhrif á konur og stúlkur. Algengt er að þær verði fyrir skelfilegu kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem yfirleitt er aldrei refsað fyrir - jafnvel þótt tilkynnt sé um það. Konum er enn haldið utan við friðarferli og aðeins örfá lönd hafa lagt fram aðgerðaáætlun um framkvæmd ályktunar 1325. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Nokkur ár eru síðan Norðurlöndin byrjuðu að vinna eftir slíkum aðgerðaáætlunum. Sem utanríkisráðherrar höfum við hvatt önnur lönd til að gera sínar eigin aðgerðaáætlanir um framkvæmd ályktunar 1325 og erum tilbúin að deila reynslu okkar og veita þeim aðstoð. Alþjóðasamfélagið verður sífellt að leita leiða til að tryggja framgang réttinda kvenna. Ekki ber að líta eingöngu á konur sem fórnarlömb stríðsátaka þegar þær eru í raun einnig hluti af lausn þeirra. Virk þátttaka kvenna er frumskilyrði þess að hægt sé að ná varanlegum friði og byggja upp samfélög þar sem tekið er tillit til þarfa allra íbúa. Ályktun 1325 er tæki til að ná þessum markmiðum en árangur næst ekki sjálfkrafa. Sem dæmi má nefna að það þurfti mikinn þrýsting frá kvennasamtökum og frjálsum félagasamtökum í Afganistan, sem og frá alþjóðasamfélaginu, þ.m.t. Norðurlöndunum, til að tryggja þátttöku kvenna í friðarþinginu sem fram fór í Afganistan sl. sumar. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Öryggisráðið, Sameinuðu þjóðirnar og svæðisbundnar stofnanir þurfa að grípa kerfisbundið til aðgerða til að tryggja að raddir kvenna heyrist á svo mikilvægum augnablikum og að þeim sé veitt athygli. Refsileysi fyrir kynferðisofbeldi er óviðunandi Fyrr á þessu ári fögnuðum við ákvörðun um að setja á fót Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women). Við árnum Michelle Bachelet heilla í tilefni af skipun hennar sem aðstoðarframkvæmdastjóra SÞ og sem fyrsta framkvæmdastjóra Jafnréttisstofnunarinnar. Við erum þess fullviss að þessi nýja stofnun muni styrkja og efla starf SÞ á sviði jafnréttis kynjanna. Mikilvægt skref, að því er varðar konur, frið og öryggi, er stofnun hins nýja embættis sérstaks fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur það hlutverk að berjast gegn kynferðisofbeldi í átökum og skipun Margot Wallström frá Svíþjóð sem er fyrst til að gegna því embætti. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands. Við styðjum hinn sérstaka fulltrúa í sínu mikilvæga starfi, þ.m.t. við að berjast gegn refsileysi og almennri sakaruppgjöf fyrir kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og vernda konur og stúlkur gegn slíkum hryllingi. Slíkt ofbeldi hefur ekki eingöngu áhrif á þá einstaklinga sem fyrir því verða, heldur einnig fjölskyldur þeirra, heimabyggð og samfélög í heild. Alþjóðasamfélagið verður að láta í sér heyra og ítreka að slíkt ofbeldi muni aldrei líðast. Við verðum að tryggja að ofbeldismenn svari til saka og að fórnarlömb njóti aðstoðar. Réttlæti er forsenda friðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun