Hreinsunarstarfið framundan Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 14. janúar 2010 06:00 Það er mannlegt að kenna öðrum um ófarir sínar. Í því ljósi kemur það ekki á óvart að meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kennir bankahruninu um slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. En er það svo? Staða sveitarfélaga í landinu er í dag mjög misjöfn. Sum þeirra, eins og Garðabær og Seltjarnarnes, eru vel í stakk búin til að takast á við fjárhagslegar þrengingar meðan önnur geta vart fullnægt lögbundnu þjónustuhlutverki sínu. Því miður er Hafnarfjörður í hópi verst settu sveitarfélaga landsins með skuldir á íbúa nærri tvöfalt yfir landsmeðaltalinu, en skuldirnar hafa þrefaldast í meirihlutatíð Samfylkingarinnar. Af þeirri ástæðu hefur Eftirlitsnefnd sveitarfélaga óskað skýringa á því hvernig stjórnendur bæjarins hyggjast ná tökum á rekstrinum og greiða af hinum gríðarlegu háu lánum. Eigið fé bæjarins er nú neikvætt um 760 milljónir króna og hefur bæjarstjórinn boðað að endurmeta þurfi fasteignir bæjarins til að hífa upp eiginfjárstöðuna, en öðruvísi fæst ekki lán til endurfjármögnunar eldri lána. Undanfarna mánuði hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG komið meirihluta Samfylkingar til aðstoðar við gerð fjárhagsáætlunar í þeim miklu erfiðleikum sem við blasa en mikil hagræðing og niðurskurður er óhjákvæmilegur eigi bæjarfélagið að ná að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Í þeirri vinnu höfum við Sjálfstæðismenn styrkst enn frekar í þeirri skoðun okkar hve gagngerrar breytingar á fjármálastjórn bæjarins er þörf og að komið sé að því að gefa Samfylkingunni frí frá meirihlutastjórnun. Í þeirri tiltekt sem framundan er skiptir sköpum hvernig haldið er á málum og þurfa stjórnmálamenn þá að hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanafælni meirihluta Samfylkingarinnar í ýmsum mikilvægum og umdeildum málum hefur reynst bæjarbúum afar dýrkeypt. Ég hef mikla trú á að hægt verði að snúa við þessari þróun á fjárhagsstöðu bæjarins og að í Hafnarfirði megi halda uppi góðu samfélagi og þjónustu - en þá þurfa að koma við stjórnvölinn einstaklingar sem sýnt geta frumkvæði og áræðni og þora að hafa skoðanir í erfiðum og viðkvæmum málum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að kenna öðrum um ófarir sínar. Í því ljósi kemur það ekki á óvart að meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kennir bankahruninu um slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. En er það svo? Staða sveitarfélaga í landinu er í dag mjög misjöfn. Sum þeirra, eins og Garðabær og Seltjarnarnes, eru vel í stakk búin til að takast á við fjárhagslegar þrengingar meðan önnur geta vart fullnægt lögbundnu þjónustuhlutverki sínu. Því miður er Hafnarfjörður í hópi verst settu sveitarfélaga landsins með skuldir á íbúa nærri tvöfalt yfir landsmeðaltalinu, en skuldirnar hafa þrefaldast í meirihlutatíð Samfylkingarinnar. Af þeirri ástæðu hefur Eftirlitsnefnd sveitarfélaga óskað skýringa á því hvernig stjórnendur bæjarins hyggjast ná tökum á rekstrinum og greiða af hinum gríðarlegu háu lánum. Eigið fé bæjarins er nú neikvætt um 760 milljónir króna og hefur bæjarstjórinn boðað að endurmeta þurfi fasteignir bæjarins til að hífa upp eiginfjárstöðuna, en öðruvísi fæst ekki lán til endurfjármögnunar eldri lána. Undanfarna mánuði hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG komið meirihluta Samfylkingar til aðstoðar við gerð fjárhagsáætlunar í þeim miklu erfiðleikum sem við blasa en mikil hagræðing og niðurskurður er óhjákvæmilegur eigi bæjarfélagið að ná að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Í þeirri vinnu höfum við Sjálfstæðismenn styrkst enn frekar í þeirri skoðun okkar hve gagngerrar breytingar á fjármálastjórn bæjarins er þörf og að komið sé að því að gefa Samfylkingunni frí frá meirihlutastjórnun. Í þeirri tiltekt sem framundan er skiptir sköpum hvernig haldið er á málum og þurfa stjórnmálamenn þá að hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanafælni meirihluta Samfylkingarinnar í ýmsum mikilvægum og umdeildum málum hefur reynst bæjarbúum afar dýrkeypt. Ég hef mikla trú á að hægt verði að snúa við þessari þróun á fjárhagsstöðu bæjarins og að í Hafnarfirði megi halda uppi góðu samfélagi og þjónustu - en þá þurfa að koma við stjórnvölinn einstaklingar sem sýnt geta frumkvæði og áræðni og þora að hafa skoðanir í erfiðum og viðkvæmum málum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar