Innlent

Vatnsrennsli heldur áfram að aukast í Gígjukvísl

Vatnsrennsli hélt áfram að aukast í Gígjukvísl í nótt í kjölfar jarðhræringa í Grímsvötnum í Vatnajökli í gær. Búist er við að rennslið aukist jafnt og þétt næstu dagana og nái hámarki síðar í vikunni.

Jarðvísindamenn telja líkur á að eldgos geti orðið í Grímsvötnum þegar vatnsfargið er hlaupið fram, líkt og gerðist árið 2004, og er nú fylgst grannt með farmvindu mála.

Hlaupið fer nú niður Gígju í stað Skeiðarár, þar sem farvegir hafa breyst mikið vegna hopunar jökulsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×