Hefð þjóðar, þróun og framtíð Toshiki Toma skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar