Innlent

Holtavörðuheiðin opnuð á ný

Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.

Búið er að opna fyrir umferð á Holtavörðuheiði en hún lokaðist í dag eftir að flutningabíll ók aftan á aðra bifreið.

Flutningabíllinn rann svo til við óhappið, en talsverð hálka er á heiðinni. Loka þurfti heiðinni þar sem bifreiðin var þversum á veginum.

Einn ökumaður kvartaði undan eymslum en mun ekki vera alvarlega slasaður.




Tengdar fréttir

Hálka á Holtavörðuheiði

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheðii og Bröttubrekku. Hálkublettir eru sömueiðis á Vatnaleið og í Borgarfirði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Holtavörðuheiði lokuð - flutningabíll þversum á veginum

Holtavörðuheiðin er lokuð að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni vegna umferðaróhapps. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi sem er á vettvangi var um aftanákeyrslu að ræða. Einn ökumaður kvartaði undan eymslum en mun ekki vera alvarlega slasaður. Flutningabíll rann til við óhappið og er nú þversum á veginum og óljóst er hvenær hægt verður að opna hann á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×