Grænn hagvöxtur – leiðin út úr kreppunni Helgi Hjörvar skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík á morgun fjalla norrænu forsætisráðherrarnir um spurninguna „Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni?" Málefnið snertir okkur öll, þar sem grænn hagvöxtur veitir okkur tækifæri til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og skapa ný störf í grænu hagkerfi. Norðurlöndin eru framarlega í notkun endurnýjanlegrar orku og þróun umhverfistækni. Hvernig tryggjum við að þau verði það einnig í framtíðinni? Norræn tækifæriÁhugaverður markaður fyrir græna tækni er nú að verða til. Reiknað hefur verið út að alþjóðamarkaður fyrir græna tækni sé um 6.000 milljarðar sænskra króna og árlegur vöxtur hans 6-14%. Kínverjar verða sennilega stærstir og fremstir í framleiðslu og notkun umhverfistækni, þó ekki endilega á sviði umhverfiseinkaleyfa og nýsköpunar. Norðurlöndin, hins vegar, eru í sterkri stöðu á sviði umhverfistækni og aðstæður þar eru hagstæðar fyrir grænan hagvöxt. Danir eru fremstir á sviði vindorku, Íslendingar á sviði jarðvarma, Svíar og Finnar á sviði lífefnaorku og Noregur og Svíþjóð á sviði fallorku. Þessi norræna þekking er ekki í innbyrðis samkeppni heldur hafa norrænu ríkin mikinn hag af því að vinna saman óháð landamærum. Í þessu felast norrænu tækifærin. VegvísirTil þess að grípa viðskiptatækifærin verða norrænu ríkin að skapa réttar aðstæður fyrir grænan hagvöxt og standa vörð um norræn styrkleikasvið. Við verðum að bæta kynningar og markaðssetningu rannsóknaniðurstöðva okkar á alþjóðamarkaði. Vinnan við þróun hnattvæðingarverkefnisins á sviði rannsókna verður því enn mikilvægari. Norræna öndvegisrannsóknaverkefnið (TFI) er í því samhengi fyrirmynd framtíðarverkefna á sviði nýsköpunar og rannsókna. Þróa verður efnahagslega hvata á sviði umhverfistækni til þess að skapa öflugri frumkvöðlamenningu með lítil fyrirtæki sem drifkraft. Með vel skilgreindum rammaskilyrðum og samstarfi þvert á mörk stofnana og landamæra gæti verið komið svar umhverfistækninnar við Maersk, Ikea eða Nokia á Norðurlöndum. Tilurð græna hagkerfisins krefst þess, eins og þegar aðrar breytingar eiga sér stað, að við bæði hugsum og breytum á nýjan hátt. Norðurlandaráð leggur því til eftirfarandi vegvísa fyrir grænan hagvöxt: Gerum það arðbært fyrir atvinnulífið að veðja á umhverfistækni með styrkjum í byrjun þar til markaðurinn tekur við. Fjölgum efnahagslegum hvötum til breytinga yfir í umhverfistækni með því að verðleggja kolefnislosun og leggja til skattlagningu koltvísýrings í viðræðum við ESB og SÞ. Sköpum markaðslegan slagkraft og tengslanet fyrir norrænar lausnir með myndun norræns samstarfsnets sem samþættir styrk norrænu ríkjanna á sviði umhverfistækni. Sköpum aðstæður fyrir nýjar fjárfestingar á norrænum markaði með skýrum pólitískum rammaskilyrðum sem vinna gegn verndarstefnu og efla frjálsa verslun. Álagið á náttúruauðlindir eykst og einnig krafa stjórnmálamanna um lausnir. Norðurlandaráð spyr því ríkisstjórnirnar hvernig þær ætli að vinna að þróun norrænna tækifæra og setja þessa vegvísa í norræna áætlun um grænan hagvöxt. Sameiginleg áætlun um grænan hagvöxtHvert fyrir sig eru norrænu ríkin lítil, en í saman eru Norðurlöndin 10. stærsta hagkerfi heims. Tækifæri okkar til að hafa áhrif á þróunina í þjóðlöndunum, svæðisbundið í gegnum ESB og á alþjóðavettvangi í gegnum SÞ, eykst til muna ef Norðurlöndin vinna í sameiningu áætlun um grænan hagvöxt. Í dönsku skýrslunni um grænan hagvöxt er því slegið föstu að pólitískrar forystu sé þörf til að breyta yfir í grænt hagkerfi. Sænska umhverfistækniráðið nefnir pólitíska stjórnun og samstarf sem stefnumarkandi svið fyrir grænan hagvöxt. Fundurinn með forsætisráðherrunum í Reykjavík verður því gott tækifæri til að skilgreina hvernig Norðurlöndin geta haldið forystuhlutverki sínu á sviði grænnar tækni. Því grænn hagvöxtur er leiðin til að vinna á efnahagskreppunni og loftslagsvandanum. Og á þriðjudag verða ráðherrarnir einnig að velja hvort vegagerðin verður innan eða utan landamæra Norðurlanda. Greinin er skrifuð af eftirtöldum aðilum: Helgi Hjörvar, Íslandi, Forseti Norðurlandaráðs Dagfinn Høybråten, Noregi, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Paavo Arhinmäki, Finnlandi, fulltrúi í menningar- og menntamálanefnd Karin Åström (S), Svíþjóð, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Henrik Dam Kristensen, Danmörku, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík á morgun fjalla norrænu forsætisráðherrarnir um spurninguna „Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni?" Málefnið snertir okkur öll, þar sem grænn hagvöxtur veitir okkur tækifæri til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og skapa ný störf í grænu hagkerfi. Norðurlöndin eru framarlega í notkun endurnýjanlegrar orku og þróun umhverfistækni. Hvernig tryggjum við að þau verði það einnig í framtíðinni? Norræn tækifæriÁhugaverður markaður fyrir græna tækni er nú að verða til. Reiknað hefur verið út að alþjóðamarkaður fyrir græna tækni sé um 6.000 milljarðar sænskra króna og árlegur vöxtur hans 6-14%. Kínverjar verða sennilega stærstir og fremstir í framleiðslu og notkun umhverfistækni, þó ekki endilega á sviði umhverfiseinkaleyfa og nýsköpunar. Norðurlöndin, hins vegar, eru í sterkri stöðu á sviði umhverfistækni og aðstæður þar eru hagstæðar fyrir grænan hagvöxt. Danir eru fremstir á sviði vindorku, Íslendingar á sviði jarðvarma, Svíar og Finnar á sviði lífefnaorku og Noregur og Svíþjóð á sviði fallorku. Þessi norræna þekking er ekki í innbyrðis samkeppni heldur hafa norrænu ríkin mikinn hag af því að vinna saman óháð landamærum. Í þessu felast norrænu tækifærin. VegvísirTil þess að grípa viðskiptatækifærin verða norrænu ríkin að skapa réttar aðstæður fyrir grænan hagvöxt og standa vörð um norræn styrkleikasvið. Við verðum að bæta kynningar og markaðssetningu rannsóknaniðurstöðva okkar á alþjóðamarkaði. Vinnan við þróun hnattvæðingarverkefnisins á sviði rannsókna verður því enn mikilvægari. Norræna öndvegisrannsóknaverkefnið (TFI) er í því samhengi fyrirmynd framtíðarverkefna á sviði nýsköpunar og rannsókna. Þróa verður efnahagslega hvata á sviði umhverfistækni til þess að skapa öflugri frumkvöðlamenningu með lítil fyrirtæki sem drifkraft. Með vel skilgreindum rammaskilyrðum og samstarfi þvert á mörk stofnana og landamæra gæti verið komið svar umhverfistækninnar við Maersk, Ikea eða Nokia á Norðurlöndum. Tilurð græna hagkerfisins krefst þess, eins og þegar aðrar breytingar eiga sér stað, að við bæði hugsum og breytum á nýjan hátt. Norðurlandaráð leggur því til eftirfarandi vegvísa fyrir grænan hagvöxt: Gerum það arðbært fyrir atvinnulífið að veðja á umhverfistækni með styrkjum í byrjun þar til markaðurinn tekur við. Fjölgum efnahagslegum hvötum til breytinga yfir í umhverfistækni með því að verðleggja kolefnislosun og leggja til skattlagningu koltvísýrings í viðræðum við ESB og SÞ. Sköpum markaðslegan slagkraft og tengslanet fyrir norrænar lausnir með myndun norræns samstarfsnets sem samþættir styrk norrænu ríkjanna á sviði umhverfistækni. Sköpum aðstæður fyrir nýjar fjárfestingar á norrænum markaði með skýrum pólitískum rammaskilyrðum sem vinna gegn verndarstefnu og efla frjálsa verslun. Álagið á náttúruauðlindir eykst og einnig krafa stjórnmálamanna um lausnir. Norðurlandaráð spyr því ríkisstjórnirnar hvernig þær ætli að vinna að þróun norrænna tækifæra og setja þessa vegvísa í norræna áætlun um grænan hagvöxt. Sameiginleg áætlun um grænan hagvöxtHvert fyrir sig eru norrænu ríkin lítil, en í saman eru Norðurlöndin 10. stærsta hagkerfi heims. Tækifæri okkar til að hafa áhrif á þróunina í þjóðlöndunum, svæðisbundið í gegnum ESB og á alþjóðavettvangi í gegnum SÞ, eykst til muna ef Norðurlöndin vinna í sameiningu áætlun um grænan hagvöxt. Í dönsku skýrslunni um grænan hagvöxt er því slegið föstu að pólitískrar forystu sé þörf til að breyta yfir í grænt hagkerfi. Sænska umhverfistækniráðið nefnir pólitíska stjórnun og samstarf sem stefnumarkandi svið fyrir grænan hagvöxt. Fundurinn með forsætisráðherrunum í Reykjavík verður því gott tækifæri til að skilgreina hvernig Norðurlöndin geta haldið forystuhlutverki sínu á sviði grænnar tækni. Því grænn hagvöxtur er leiðin til að vinna á efnahagskreppunni og loftslagsvandanum. Og á þriðjudag verða ráðherrarnir einnig að velja hvort vegagerðin verður innan eða utan landamæra Norðurlanda. Greinin er skrifuð af eftirtöldum aðilum: Helgi Hjörvar, Íslandi, Forseti Norðurlandaráðs Dagfinn Høybråten, Noregi, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Paavo Arhinmäki, Finnlandi, fulltrúi í menningar- og menntamálanefnd Karin Åström (S), Svíþjóð, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Henrik Dam Kristensen, Danmörku, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun