Innlent

Varað við lúmskri hálku

Þótt það sé rigning víða á láglendi líkt og á höfuðborgarsvæðinu þá er hitastig það lágt að það þarf ekki að fara upp í mikla hæð til að hitinn sé kominn niður við frostmark. Umferðarstofa vill af þeim sökum vara við því að víða getur verið lúmsk hálka.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að það er snjóþekja og snjókoma á Sandskeiði, Hellisheiði Mosfellsheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru í uppsveitum Sunnanlands. Á Vesturlandi eru snjóþekja á öllu Snæfellsnesi, Bröttubrekku og í Borgarfirði. Að auki er snjóþekja á Holtavörðuheiði þar sem einnig er snjókoma.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Þröskuldum en snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka, hálkublettir og snjóþekja er á öðrum leiðum. Á Norðurlandi er snjóþekja, víða snjókoma og einhver éljagangur. Þæfingsfærð er á Tjörnesi og Hálsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×