Trúarbrögð eiga ekki að skapa hatur 1. nóvember 2010 03:30 Shakoor Khan og Sarafat Ullah, forsvarsmenn Ahmadiyya-múslima á Íslandi, standa fyrir ráðstefnu um uppruna trúarbragða. Fréttablaðið/Anton Meginmarkmið ráðstefnu sem Samfélag Ahmadiyya-múslima á Íslandi stendur fyrir um miðjan mánuðinn er að sigrast á fordómum. Shakoor Khan, forvígismaður samfélags Ahmadiyya á Íslandi, segir mikilvægt að fá fólk til að tala saman. Sú mynd hafi til dæmis verið dregin upp af múslimum að þeir séu hryðjuverkamenn sem vilji koma sínum boðskap á framfæri með stríði. „Það er ekki í samræmi við Kóraninn. Íslam stendur fyrir frið, en margir leggja það að jöfnu við eitthvað annað. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á þetta atriði og okkar slagorð er: ‚Elskum alla, hötum engan‘.“ Ahmadiyya-múslimar hafa starfað hér á landi frá árinu 2008. Þeir eru ekki beintengdir öðrum hópum múslima hér á landi, en eiga í góðum samskiptum við Félag íslenskra múslima og Menningarsetur múslima á Íslandi. Kahn og Sarafat Ullah, félagi hans, segjast hafa mætt ákaflega góðu viðmóti Íslendinga. „Þegar ég útskýri að sú mynd sem er dregin fram í fjölmiðlum um íslam er röng eru nær allir sammála mér,“ segir Khan. Sérstaklega ánægjulegt sé að tala við unga Íslendinga. „Þau vilja lesa Kóraninn. Hvort þau taki svo trú í framhaldinu er algerlega óskylt mál. En þau vilja sækja sér upplýsingar um trúarbrögðin milliliðalaust með því að lesa ritin sjálf.“ Aðspurðir segjast þeir vonast til að þessi ráðstefna muni koma á framfæri meginatriðum trúarbragðanna. „Svona færum við fólk nær hvert öðru. Það er okkar tilgangur. Fólk hefur mismunandi trúarskoðanir en í stað þess að skapa hatur á milli okkar ættu þau frekar að stuðla að ást.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Meginmarkmið ráðstefnu sem Samfélag Ahmadiyya-múslima á Íslandi stendur fyrir um miðjan mánuðinn er að sigrast á fordómum. Shakoor Khan, forvígismaður samfélags Ahmadiyya á Íslandi, segir mikilvægt að fá fólk til að tala saman. Sú mynd hafi til dæmis verið dregin upp af múslimum að þeir séu hryðjuverkamenn sem vilji koma sínum boðskap á framfæri með stríði. „Það er ekki í samræmi við Kóraninn. Íslam stendur fyrir frið, en margir leggja það að jöfnu við eitthvað annað. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á þetta atriði og okkar slagorð er: ‚Elskum alla, hötum engan‘.“ Ahmadiyya-múslimar hafa starfað hér á landi frá árinu 2008. Þeir eru ekki beintengdir öðrum hópum múslima hér á landi, en eiga í góðum samskiptum við Félag íslenskra múslima og Menningarsetur múslima á Íslandi. Kahn og Sarafat Ullah, félagi hans, segjast hafa mætt ákaflega góðu viðmóti Íslendinga. „Þegar ég útskýri að sú mynd sem er dregin fram í fjölmiðlum um íslam er röng eru nær allir sammála mér,“ segir Khan. Sérstaklega ánægjulegt sé að tala við unga Íslendinga. „Þau vilja lesa Kóraninn. Hvort þau taki svo trú í framhaldinu er algerlega óskylt mál. En þau vilja sækja sér upplýsingar um trúarbrögðin milliliðalaust með því að lesa ritin sjálf.“ Aðspurðir segjast þeir vonast til að þessi ráðstefna muni koma á framfæri meginatriðum trúarbragðanna. „Svona færum við fólk nær hvert öðru. Það er okkar tilgangur. Fólk hefur mismunandi trúarskoðanir en í stað þess að skapa hatur á milli okkar ættu þau frekar að stuðla að ást.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira