Innlent

Krafist 3% hagræðingar á leikskólasviði

Erla Hlynsdóttir skrifar
Vegna fjölgunar barna fær leikskólasvið aukafjárveitingu en er þó gert að hagræða
Vegna fjölgunar barna fær leikskólasvið aukafjárveitingu en er þó gert að hagræða Mynd úr safni

Leikskólasvið Reykjavíkurborgar þarf að hagræða um 3 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar. Gert er ráð fyrir talsverðri aukningu barna á leikskólum og fær sviðið því viðbótarframlag að upphæð tæplega 660 milljónir króna.

Leikskólasvið vinnur nú að útfærslu hagræðingatillagna, eins og önnur svið. Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað 5. nóvember.

Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir að hagræðingarkrafa sé á öllum sviðum borgarinnar nema velferðarsviði, sem þó hagræðir meðal annars sem nemur verðlagsbreytingum. Öll hagræðing er unnin í samstarfi við starfsfólk á sviðum borgarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×