Innlent

Holtavörðuheiði lokuð - flutningabíll þversum á veginum

Holtavörðuheiðin er lokuð að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni vegna umferðaróhapps. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi sem er á vettvangi var um aftanákeyrslu að ræða. Einn ökumaður kvartaði undan eymslum en mun ekki vera alvarlega slasaður. Flutningabíll rann til við óhappið og er nú þversum á veginum og óljóst er hvenær hægt verður að opna hann á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×