Handbolti

Róbert með sigurmark Gummersbach

Elvar Geir Magnússon skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson.

Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark Gummersbach sem lagði Grosswallstadt á útivelli í þýska handboltanum 26-25.

Róbert skoraði alls þrjú mörk í leiknum en sigurmarkið kom þegar 30 sekúndur voru eftir.

Einar Hólmgeirsson og Sverre Jakobsson léku með Grosswallstadt en komust ekki á blað.

Gummersbach er í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig en Grosswallstadt í áttunda sæti með 29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×