Handbolti

Naumur sigur RN Löwen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson.

Rhein-Neckar Löwen vann nauman sigur á Hannover Burgdorf 27-26 í þýska handboltanum í dag. Hannover var yfir stærstan hluta leiksins og leiddi í hálfleik með tveggja marka mun.

Snorri Steinn Guðjónsson átti góðan leik og skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen, Ólafur stefánsson var með fjögur, þar af þrjú úr vítum.

RN Löwen er með 33 stig í fjórða sæti deildarinnar en Hannover í því fjórtánda með 13 stig.

Grosswallstadt og Gummersbach mætast klukkan 16:45 og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport undir lýsingu Harðar Magnússonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×