Fylgir hugur máli hjá Samfylkingunni? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. desember 2010 05:00 Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun