Forsetinn og stefnan Einar Karl Haraldsson skrifar 7. desember 2010 06:45 Forsetinn hefur enn einu sinni hugsað upphátt í útlöndum. Nú í The Banker. Blaðið segir að hann sé ekki að leita eftir erlendum fjárfestingum til Íslands og hann láti að því liggja að þær séu ónauðsynlegar. Raunar séu þær ein meginorsök þess að landið hafi farið eins illa út úr fjármálakreppunni og raun bar vitni. Um þetta atriði deila hinir lærðu. Ekki er þó ástæða til þess að véfengja það mat forsetans að of viðamiklar erlendar fjárfestingar geti stuðlað að ofhitnun lítils hagkerfis, og að í náinni framtíð muni erlent fjármagn á Íslandi verða undir strangari reglum og í smærri skala en var í byrjun aldarinnar. Forsetinn gerir rétt í því að einbeita sér að spurn eftir sérþekkingu Íslendinga á vinnslu jarðhita víða um heim. Þar hafa hann og ráðherrar í ríkisstjórnum unnið þarft verk. Ekki veitir af, því að forsvarsmenn sólar- og vindorkuiðnaðar rægja jarðhitann látlaust á alþjóðavettvangi, enda ekki nema von því hann getur keppt við olíu meðan önnur nýorka er háð niðurgreiðslu hins opinbera. Ríkisstjórn Íslands telur beinar erlendar fjárfestingar ekki ónauðsynlegar. Þvert á móti segist hún vilja stuðla að þeim sem lið í endurreisn atvinnulífs og sett hafa verið rammalög um ívilnanir til þess að fylgja eftir því sjónarmiði. Hún leggur sérstaka áherslu á græna atvinnulífssýn og í samræmi við það hefur Íslandsstofa (Fjárfestingarstofa) aðallega unnið að kynningu á Íslandi sem ákjósanlegum kosti fyrir gagnaver, sólarkísilvinnslu, græna iðngarða í tengslum við gufuaflsvirkjanir, gróðurhús í iðnaðarskala,lífræna efnaferla, innlenda eldsneytisvinnslu, heilsuþorp og beinar fjárfestingar í landbúnaði og ferðaþjónustu. Hvað sem líður deilum um álver þá virðist vera pólitískur einhugur i landinu um að leitað sé fjölbreyttra tækifæra í beinum erlendum fjárfestingum til Íslands. Þeim fylgja fyrirfram ljós áhrif á atvinnustig, ný þekking, ný tækni og ný útflutningstækifæri. Við erum hluti af innra markaði Evrópusambandsins og undir fjórfrelsið sett, enda þótt við höfum fengið tímabundið frí frá því með gjaldeyrishöftum sem ætlunin er að aflétta. Það er semsagt opinber stefna að við verðum aftur þátttakendur í opnu og alþjóðlegu efnahags- og fjármagnskerfi þegar okkur vex fiskur um hrygg. Ljóst er því að íslenskt atvinnulíf mun þurfa á erlendu fjármagni að halda, rekstrar- og lánsfé og ekki síður erlendri fjárfestingu. Mörg fyrirtæki eins og Median, Meniga, Gogogic, Andersen og Lauth, Handpoint, Mentor, Marorka, Nikita, Lífeind, Primex, Alur-álvinnsla og Kine ehf, svo aðeins nokkur sé nefnd, eru nú að vaxa út fyrir landsteina eins og CCP, Marel, Össur og Actavis gerðu áður. Þau munu þurfa erlent fjármagn, erlenda samstarfsaðila, erlent hlutafé og erlenda lánafyrirgreiðslu til þess að halda áfram að vaxa og dafna. Það er staðreynd að vægi utanríkisviðskipta á Íslandi er lítið mælt sem hlutfall af landsframleiðslu. Við flytjum inn lítið af hráefnum til fullvinnslu nema til frumframleiðslu á áli. Útflutningi á sjávarafurðum eru takmörk sett af náttúrulegum ástæðum. Flestar smáþjóðir í Evrópu hafa mun hærra hlutfall utanríkisviðskipta en Ísland. Á þessu sviði er til mikils að vinna því hver milljarður í útflutningsverðmæti eykur landsframleiðslu um tilsvarandi upphæð og helst því beint í hendur við tekjur og atvinnu fólksins í landinu. Tækifærin til þess að auka útflutning eru ekki síst á nýjum sviðum atvinnulífs þar sem sprotavirkni er lífleg og fjölbreytt. Án beinnar erlendrar fjárfestingar og eðlilegra tengsla við alþjóðlegan fjármagnsmarkað mun verða minna úr sprotunum en efni standa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forsetinn hefur enn einu sinni hugsað upphátt í útlöndum. Nú í The Banker. Blaðið segir að hann sé ekki að leita eftir erlendum fjárfestingum til Íslands og hann láti að því liggja að þær séu ónauðsynlegar. Raunar séu þær ein meginorsök þess að landið hafi farið eins illa út úr fjármálakreppunni og raun bar vitni. Um þetta atriði deila hinir lærðu. Ekki er þó ástæða til þess að véfengja það mat forsetans að of viðamiklar erlendar fjárfestingar geti stuðlað að ofhitnun lítils hagkerfis, og að í náinni framtíð muni erlent fjármagn á Íslandi verða undir strangari reglum og í smærri skala en var í byrjun aldarinnar. Forsetinn gerir rétt í því að einbeita sér að spurn eftir sérþekkingu Íslendinga á vinnslu jarðhita víða um heim. Þar hafa hann og ráðherrar í ríkisstjórnum unnið þarft verk. Ekki veitir af, því að forsvarsmenn sólar- og vindorkuiðnaðar rægja jarðhitann látlaust á alþjóðavettvangi, enda ekki nema von því hann getur keppt við olíu meðan önnur nýorka er háð niðurgreiðslu hins opinbera. Ríkisstjórn Íslands telur beinar erlendar fjárfestingar ekki ónauðsynlegar. Þvert á móti segist hún vilja stuðla að þeim sem lið í endurreisn atvinnulífs og sett hafa verið rammalög um ívilnanir til þess að fylgja eftir því sjónarmiði. Hún leggur sérstaka áherslu á græna atvinnulífssýn og í samræmi við það hefur Íslandsstofa (Fjárfestingarstofa) aðallega unnið að kynningu á Íslandi sem ákjósanlegum kosti fyrir gagnaver, sólarkísilvinnslu, græna iðngarða í tengslum við gufuaflsvirkjanir, gróðurhús í iðnaðarskala,lífræna efnaferla, innlenda eldsneytisvinnslu, heilsuþorp og beinar fjárfestingar í landbúnaði og ferðaþjónustu. Hvað sem líður deilum um álver þá virðist vera pólitískur einhugur i landinu um að leitað sé fjölbreyttra tækifæra í beinum erlendum fjárfestingum til Íslands. Þeim fylgja fyrirfram ljós áhrif á atvinnustig, ný þekking, ný tækni og ný útflutningstækifæri. Við erum hluti af innra markaði Evrópusambandsins og undir fjórfrelsið sett, enda þótt við höfum fengið tímabundið frí frá því með gjaldeyrishöftum sem ætlunin er að aflétta. Það er semsagt opinber stefna að við verðum aftur þátttakendur í opnu og alþjóðlegu efnahags- og fjármagnskerfi þegar okkur vex fiskur um hrygg. Ljóst er því að íslenskt atvinnulíf mun þurfa á erlendu fjármagni að halda, rekstrar- og lánsfé og ekki síður erlendri fjárfestingu. Mörg fyrirtæki eins og Median, Meniga, Gogogic, Andersen og Lauth, Handpoint, Mentor, Marorka, Nikita, Lífeind, Primex, Alur-álvinnsla og Kine ehf, svo aðeins nokkur sé nefnd, eru nú að vaxa út fyrir landsteina eins og CCP, Marel, Össur og Actavis gerðu áður. Þau munu þurfa erlent fjármagn, erlenda samstarfsaðila, erlent hlutafé og erlenda lánafyrirgreiðslu til þess að halda áfram að vaxa og dafna. Það er staðreynd að vægi utanríkisviðskipta á Íslandi er lítið mælt sem hlutfall af landsframleiðslu. Við flytjum inn lítið af hráefnum til fullvinnslu nema til frumframleiðslu á áli. Útflutningi á sjávarafurðum eru takmörk sett af náttúrulegum ástæðum. Flestar smáþjóðir í Evrópu hafa mun hærra hlutfall utanríkisviðskipta en Ísland. Á þessu sviði er til mikils að vinna því hver milljarður í útflutningsverðmæti eykur landsframleiðslu um tilsvarandi upphæð og helst því beint í hendur við tekjur og atvinnu fólksins í landinu. Tækifærin til þess að auka útflutning eru ekki síst á nýjum sviðum atvinnulífs þar sem sprotavirkni er lífleg og fjölbreytt. Án beinnar erlendrar fjárfestingar og eðlilegra tengsla við alþjóðlegan fjármagnsmarkað mun verða minna úr sprotunum en efni standa til.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun