Schumacher spenntur að keppa á heimavelli 21. júlí 2010 08:57 Michael Schumacher á aðdáendur víða og ljóst að þýskir munu fylgja honum að máli um helgina margir hverjir. Mynd: Getty Images Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá. Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá.
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira