Gegn umsókn eða aðild? Svavar Gestsson skrifar 12. júlí 2010 06:00 Hafin er mikil hreyfing gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Mjög áberandi í þeirri hreyfingu er Sjálfstæðisflokkurinn. Í greinargerð með tillögu til þings-ályktunar um að taka umsóknina til baka er tjaldað til röksemdum gegn umsókn fremur en aðild. Kvartað er um slælegan undirbúning stjórnvalda, kostnað við aðildarumsóknina og ágreining ríkisstjórnarflokkanna um málið! Ég hélt satt að segja að það væri kostur í augum andstæðinga ESB. Í greinargerðinni eru nefnd 20 atriði sem nær öll eru tæknilegs eðlis eða út í hött eins og það síðastnefnda. Nú er það vitað að stjórnarflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom skýrt fram í atkvæðaskýringum um umsóknartillöguna á Alþingi fyrir tæpu ári auk þess sem það hefur verið margstaðfest af flokknum. Það skyldi maður ætla að væri fagnaðarefni allra ESB-andstæðinga en þess sér ekki stað. Í umræðunum núna er allt reynt sem unnt er af hálfu Sjálfstæðis-flokksins til að gera lítið úr afstöðu VG sem er á móti aðild en vill engu að síður láta reyna á umsóknarferlið. Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild. Spurning er hins vegar hvort hin nýja mótmælahreyfing Sjálfstæðisflokksins gegn umsókninni - með óljósri afstöðu og tæknilegri til aðildar - kallar ekki á nauðsyn þess að þeir andstæðingar ESB aðildar sem styðja umsóknarferlið stofni sérstaka og nýja hreyfingu gegn aðild að ESB. Af því að þetta fólk styður engan veginn Sjálfstæðisflokkinn og vaxandi belging hans í ESB umræðunni þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hafin er mikil hreyfing gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Mjög áberandi í þeirri hreyfingu er Sjálfstæðisflokkurinn. Í greinargerð með tillögu til þings-ályktunar um að taka umsóknina til baka er tjaldað til röksemdum gegn umsókn fremur en aðild. Kvartað er um slælegan undirbúning stjórnvalda, kostnað við aðildarumsóknina og ágreining ríkisstjórnarflokkanna um málið! Ég hélt satt að segja að það væri kostur í augum andstæðinga ESB. Í greinargerðinni eru nefnd 20 atriði sem nær öll eru tæknilegs eðlis eða út í hött eins og það síðastnefnda. Nú er það vitað að stjórnarflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom skýrt fram í atkvæðaskýringum um umsóknartillöguna á Alþingi fyrir tæpu ári auk þess sem það hefur verið margstaðfest af flokknum. Það skyldi maður ætla að væri fagnaðarefni allra ESB-andstæðinga en þess sér ekki stað. Í umræðunum núna er allt reynt sem unnt er af hálfu Sjálfstæðis-flokksins til að gera lítið úr afstöðu VG sem er á móti aðild en vill engu að síður láta reyna á umsóknarferlið. Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild. Spurning er hins vegar hvort hin nýja mótmælahreyfing Sjálfstæðisflokksins gegn umsókninni - með óljósri afstöðu og tæknilegri til aðildar - kallar ekki á nauðsyn þess að þeir andstæðingar ESB aðildar sem styðja umsóknarferlið stofni sérstaka og nýja hreyfingu gegn aðild að ESB. Af því að þetta fólk styður engan veginn Sjálfstæðisflokkinn og vaxandi belging hans í ESB umræðunni þessa dagana.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar