Alonso: Erum með í titilbaráttunni 16. júní 2010 11:23 Michael Schumacher, Fernando Alonso og Sebastian Vettel. Allir stefndu þeir á titilinn í uphafi ársins, en McLaren ökumenn leiða meistaramótið. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari sé enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn í Formúlu 1, jafnvel þó hann hafi aðeins unnið einn sigur á keppnistímabilinu. Hann vann fyrsta mót ársins. Alonso segir í frétt á vefsíðu Ferrari, sem er birt á autosport.com að Ferari verði með fjölda nýjunga í bílnum, sem bæta muni eiginleika bílsins og tiltekur þá sérstaklega endurbætur á bílnum fyrir Silverstone og Hockenheim mótin sem eru í júlí. Þá blæs hann á umræða um að Ferrari sé ekki lengur í titillslagnum, en McLaren er í efsta sæti í keppni bílasmiða og Lewis Hamilton í keppni ökumanna. "Ég get ekki skilið að hægt sé að segja það. Tímabilið er ekki hálfnað og eftir næsta mót í Valencia, þá verða enn tíu mót eftir. Ég tel að úrslitin ráðist í lokamótinu í Abu Dhabi í nóvemeber. Það er mikið eftir og aðstæður geta breyst hratt", sagði Alonso um málið. Honum gekk illa í Tyrklandi á dögunum, en varð í þriðja sæti á eftir McLaren ökumönnunum á sunnudaginn og Alonso telur að gangur máli í Tyrklandi hafi bara verið ólán af ýmsum orsökum. "Aðstæður voru eðlilegar í Montreal, Mónakó, Melbourne og Sakhir og á öllum öðrum mótssvæðum þar sem við börðumst um verðlaunasæti. Kannski hafa úrslitin ekki endurspeglað raunverulega möguleika okkar, en það sama heftur hent hjá öllum liðum." "Það hafa alskonar atriði komið upp í fyrstu átta mótum ársins. Mistök, bilanir og óheppni, en við erum samt með í titilbaráttunni. Það sama má segja um McLaren og Red Bull sem hafa tapað stigum á ýmsan hátt; " sagði Alonso. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso telur að Ferrari sé enn inn í myndinni varðandi meistaraslaginn í Formúlu 1, jafnvel þó hann hafi aðeins unnið einn sigur á keppnistímabilinu. Hann vann fyrsta mót ársins. Alonso segir í frétt á vefsíðu Ferrari, sem er birt á autosport.com að Ferari verði með fjölda nýjunga í bílnum, sem bæta muni eiginleika bílsins og tiltekur þá sérstaklega endurbætur á bílnum fyrir Silverstone og Hockenheim mótin sem eru í júlí. Þá blæs hann á umræða um að Ferrari sé ekki lengur í titillslagnum, en McLaren er í efsta sæti í keppni bílasmiða og Lewis Hamilton í keppni ökumanna. "Ég get ekki skilið að hægt sé að segja það. Tímabilið er ekki hálfnað og eftir næsta mót í Valencia, þá verða enn tíu mót eftir. Ég tel að úrslitin ráðist í lokamótinu í Abu Dhabi í nóvemeber. Það er mikið eftir og aðstæður geta breyst hratt", sagði Alonso um málið. Honum gekk illa í Tyrklandi á dögunum, en varð í þriðja sæti á eftir McLaren ökumönnunum á sunnudaginn og Alonso telur að gangur máli í Tyrklandi hafi bara verið ólán af ýmsum orsökum. "Aðstæður voru eðlilegar í Montreal, Mónakó, Melbourne og Sakhir og á öllum öðrum mótssvæðum þar sem við börðumst um verðlaunasæti. Kannski hafa úrslitin ekki endurspeglað raunverulega möguleika okkar, en það sama heftur hent hjá öllum liðum." "Það hafa alskonar atriði komið upp í fyrstu átta mótum ársins. Mistök, bilanir og óheppni, en við erum samt með í titilbaráttunni. Það sama má segja um McLaren og Red Bull sem hafa tapað stigum á ýmsan hátt; " sagði Alonso.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira