Erlent

Verkfalli flugmanna Lufthansa lokið

Verkfalli tæplega 4000 flugmanna hjá þýska flugfélaginu Lufthansa sem hófst í gærkvöldi er lokið í bili. Flugmennirnir hófu þá fjögurra daga verkall en eftir að þeir fengu gagntilboð frá flugfélaginu var því frestað til 9. mars.

Lufthansa flýgur um það bil 1800 ferðir á hverjum degi og því þurfti félagið að aflýsa fjölmörgum flugferðum vegna aðgerða flugmannanna. Ferðalög um 10 þúsund farþega röskuðust vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×