Erlent

Vongóðir um lækningu á hnetuofnæmi

Óli Tynes skrifar
Geta verið banvænar.
Geta verið banvænar.

Læknar við Cambridge háskóla segjast hafa góðar vonir um að geta læknað fólk af hnetuofnæmi. Slíkt ofnæmi getur verið banvænt.

Í tilraunarverkefni gáfu þeir fólki með ofnæmið örsmáa skammta af hnetu-hveiti til þess að byggja upp þol.

Það gekk það vel að þáttakendur í verkefninu gátu borðað 32 hnetur án þess að finna fyrir því.

Þetta er þó ekki gert til þess að fólkið geti úðað í sig hnetum heldur til þess að losa það við hættuna á því að veikjast ef það af slysni borðar eitthvað sem inniheldur örlítið magn af hnetum.

Önnur og umfangsmeiri rannsókn er nú hafin við háskólann. Læknarnir ráðleggja fólki eindregið frá því að reyna sjálft að lækna sig með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×