Viðreisn og nýsköpun í stað uppgjafar Sigurður Magnússon skrifar 22. febrúar 2010 15:13 Nú þegar afleiðingar skatta hækkana og niðurskurðar blasa við á Álftanesi, láta almennir íbúar heyra í sér. Haldnir hafa verið íbúafundir m.a. til að mótmæla skatta- og niðurskurðarstefnu meirihluta D-listans og Margrétar Jónsdóttur. Þessi íbúavakning ætlar að láta Fjárhaldsstjórnina, sem nýlega var skipuð til að fara með málefni Álftaness, heyra rödd sína. Fagna ber þessari umræðu og frumkvæði íbúanna eins og allri umræðu um orsakir hrunsins og vanda Álftaness, sem tapaði 1000 milljónum í hruninu og hafði fyrir veika tekjustofna og erfiðan rekstur. Það er samhljómur með tillögum Á-listans og hins almenna íbúa og mikilvægt að á næstu vikum skapist öflugur þrýstingur um breytta stefnu. Fjárhaldsstjórnin þarf að hlusta á athugasemdir og tillögur bæjarfulltrúa Á-lista í bæjarstjórnar og tillögur og hugmyndir íbúanna. Fjárhaldsstjórnin þarf að hverfa frá hugmyndum meirihluta bæjarstjórnar og draga úr áformuðum niðurskurði þjónustu. Eins þarf Fjárhaldsstjórnin, fremur en að rifta samningum og stöðva framkvæmdir á miðsvæði sveitarfélagsins, að leita leiða til áframhaldandi uppbyggingar sem styrki framtíðartekjur bæjarsjóðs. Ákvarðanir um sameiningarmál , sem meirhlutinn telur einu lausn Álftnesinga eru ótímabærar. Fyrst þarf að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs því niðurstaða úr þeirri vinnu hlítur að ráða miklu um viðhorf íbúanna til sameiningar. Þegar því marki hefur verið náð eiga Álftnesingar eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu að ræða um aukna samvinnu eða sameiningu og koma jafnir að slíkri umræðu. Í þessu sambandi er mikilvægast að leiðrétta greiðslur frá Jöfnunarsjóði. D-listinn boðar uppgjafarstefnu á Álftanesi Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Álftaness fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013 í lagði meirihluti D-lista til stórfelldan niðurskurð á þjónustu og hækkun útsvars og fasteignaskatts. Tilögunum var ætlað að ná fram hagræðingu, sem á heilu áru, væru 120 milljónir í viðbótar sköttum og 180 milljónir í niðurskurði á þjónustu, samtals 300 milljónir. Um 80% niðurskurðarins var á skóla og æskulýðsstarfi. D-listinn gerði ráð fyrir að sveitarfélagið hætti aðild að framkvæmdum með Búmenn hsf. og Ris ehf. á miðsvæðinu og þessar framkvæmdir því settar í óvissu. Þessar framkvæmdir höfðu þó skilað bæjarsjóði 400 milljón króna tekjum 2009. Framkvæmdirnar höðu líka verið fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði og viðskiptabanka. D-listinn gerði heldur ekki ráð fyrir því við fjárhagsáætlunagerðina að leiðrétting fengist frá Jöfnunarsjóði þrátt fyrir að rökstudd skýrsla liggi fyrir um þá mismunun sem Álftanes hefur búið við í mörg ár. Eftir að meirihluti Á-lista féll í fyrra hefur þeirri kröfu heldur ekki verið fylgt eftir eins og búið var að undirbúa m.a. með lögfræðiáliti. Meirihlutinn kynnti því við fjárhagsáætlanagerðina stefnu uppgjafar, eða stefnu sem leiðir til sameiningar við annað sveitarfélag í stað þess að reyna að ná fram sjálfbærum rekstri. En sjálfbær rekstur næst ekki fram án leiðréttingar frá Jöfnunarsjóði og án uppbyggingar, á miðsvæðinu, með tilheyrandi nýjum framtíðartekjum. Það hlítur hinsvegar að koma íbúum Álftaness á óvart að Sjálfstæðismenn sem hafa verið á móti sköttum á Alþingi telja í lagi að auka skatta á Álftanesi og að Sjáfstæðismenn sem tala fyrir atvinnuuppbyggingu á Alþingi tala fyrir uppgjöf á Álftanesi. Framtíðarsýn með fjárhagslegri endurskipulagningu Bæjarfulltrúar Á-lista gagnrýndu þessar tillögur meirihluta D-listans og sögðu að þær myndu rústa samfélagi á Álftanesi, verðfella eignir og rýra tekjustofna. Bæjarfulltrúar Á-listinn kynntiu við fyrri umræðuna fjárhagsáætlunar tvær ólíkar tillögur að fjárhagsáætlun, báðar með um 100 milljóna í árlegri hagræðingu og hægri uppbyggingu með hagvexti eftir 2010, líkt og ríkistjórin hefur áætlað í sambandi við fjárlagagerð ríkisins. Slík uppbygging mun skila nýjum skatttekjum og óreglulegum tekjum sem nemur u.þ.b. 150 milljónum árlega. Í annarri tillögunni gerir Á-listinn síðan ráð fyrir 200 milljón króna árlegri leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði og að langtímaskuldir verði endurskipulagðar. Í hinni tillögunni er einungis gert ráð fyrir um þriðjungs leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði, en í staðinn gert ráð fyrir því að Ríkið kaupi hlutafé Álftaness í Fasteign ehf. og sömuleiðis lóð fyrir menningar- og náttúrufræðisetur. Andvirði eignasölunnar yrði síðan notað til að kaupa, til baka af Fasteign ehf., íþrótta- og sundmannvirkin, og létta með þeim hætti á árlegum rekstri um 140 milljónir. Í bæjarráði hefur bæjarfulltrúi Á-lista síðan flutt tillögu um að í stað þess að hætta við framkvæmdir Búmanna hsf. um byggingu þjónustuhúss verði verkefnið styrkt með því að auka þjónustu í húsinu og reka þar litla hjúkrunardeild. Samhliða væri leiguskuldbindingum létt, að hluta, af sveitarfélaginu með því að fjölga samstarfsaðilum um rekstur hússins og í því sambandi hvatt til að taka upp viðræður við t.d. Sjómannadagsráð sem rekur dvalar-og hjúkrunarheimili í nágrenni sveitarfélagsins. Meirihluti D-lista samþykkti frávísun í bæjarstjórn á tillögur Á-lista um sölu hlutafjár í Fasteign ehf. og sölu lóða og tók ekki undir hugmyndir um hæga uppbyggingu. Hann tók líka fálega hugmyndum um að kalla nýja þjónustuaðila að framkvæmdum á miðsvæðinu. Meirihluta D-listans skortir framtíðarsýn fyrir Álftnesinga og sér ekki önnur ráð en að sameina Álftanes, Garðabæ. Á næstu vikum er mikilvægt að íbúar Álftaness taki undir hugmyndir bæjarfulltrúa Á-lista um aðrar áherslur við þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem unnið er að. Gera þarf kröfu um að tekið sé á málum með bjartsýni fremur en vonleysi og viðreins og nýsköpun í stað uppgjafar. Ég vil benda lesendum á ýmsar greinar um mál Álftaness á www.alftaneshreyfingin.blog.is Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nú þegar afleiðingar skatta hækkana og niðurskurðar blasa við á Álftanesi, láta almennir íbúar heyra í sér. Haldnir hafa verið íbúafundir m.a. til að mótmæla skatta- og niðurskurðarstefnu meirihluta D-listans og Margrétar Jónsdóttur. Þessi íbúavakning ætlar að láta Fjárhaldsstjórnina, sem nýlega var skipuð til að fara með málefni Álftaness, heyra rödd sína. Fagna ber þessari umræðu og frumkvæði íbúanna eins og allri umræðu um orsakir hrunsins og vanda Álftaness, sem tapaði 1000 milljónum í hruninu og hafði fyrir veika tekjustofna og erfiðan rekstur. Það er samhljómur með tillögum Á-listans og hins almenna íbúa og mikilvægt að á næstu vikum skapist öflugur þrýstingur um breytta stefnu. Fjárhaldsstjórnin þarf að hlusta á athugasemdir og tillögur bæjarfulltrúa Á-lista í bæjarstjórnar og tillögur og hugmyndir íbúanna. Fjárhaldsstjórnin þarf að hverfa frá hugmyndum meirihluta bæjarstjórnar og draga úr áformuðum niðurskurði þjónustu. Eins þarf Fjárhaldsstjórnin, fremur en að rifta samningum og stöðva framkvæmdir á miðsvæði sveitarfélagsins, að leita leiða til áframhaldandi uppbyggingar sem styrki framtíðartekjur bæjarsjóðs. Ákvarðanir um sameiningarmál , sem meirhlutinn telur einu lausn Álftnesinga eru ótímabærar. Fyrst þarf að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu bæjarsjóðs því niðurstaða úr þeirri vinnu hlítur að ráða miklu um viðhorf íbúanna til sameiningar. Þegar því marki hefur verið náð eiga Álftnesingar eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu að ræða um aukna samvinnu eða sameiningu og koma jafnir að slíkri umræðu. Í þessu sambandi er mikilvægast að leiðrétta greiðslur frá Jöfnunarsjóði. D-listinn boðar uppgjafarstefnu á Álftanesi Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Álftaness fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013 í lagði meirihluti D-lista til stórfelldan niðurskurð á þjónustu og hækkun útsvars og fasteignaskatts. Tilögunum var ætlað að ná fram hagræðingu, sem á heilu áru, væru 120 milljónir í viðbótar sköttum og 180 milljónir í niðurskurði á þjónustu, samtals 300 milljónir. Um 80% niðurskurðarins var á skóla og æskulýðsstarfi. D-listinn gerði ráð fyrir að sveitarfélagið hætti aðild að framkvæmdum með Búmenn hsf. og Ris ehf. á miðsvæðinu og þessar framkvæmdir því settar í óvissu. Þessar framkvæmdir höfðu þó skilað bæjarsjóði 400 milljón króna tekjum 2009. Framkvæmdirnar höðu líka verið fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði og viðskiptabanka. D-listinn gerði heldur ekki ráð fyrir því við fjárhagsáætlunagerðina að leiðrétting fengist frá Jöfnunarsjóði þrátt fyrir að rökstudd skýrsla liggi fyrir um þá mismunun sem Álftanes hefur búið við í mörg ár. Eftir að meirihluti Á-lista féll í fyrra hefur þeirri kröfu heldur ekki verið fylgt eftir eins og búið var að undirbúa m.a. með lögfræðiáliti. Meirihlutinn kynnti því við fjárhagsáætlanagerðina stefnu uppgjafar, eða stefnu sem leiðir til sameiningar við annað sveitarfélag í stað þess að reyna að ná fram sjálfbærum rekstri. En sjálfbær rekstur næst ekki fram án leiðréttingar frá Jöfnunarsjóði og án uppbyggingar, á miðsvæðinu, með tilheyrandi nýjum framtíðartekjum. Það hlítur hinsvegar að koma íbúum Álftaness á óvart að Sjálfstæðismenn sem hafa verið á móti sköttum á Alþingi telja í lagi að auka skatta á Álftanesi og að Sjáfstæðismenn sem tala fyrir atvinnuuppbyggingu á Alþingi tala fyrir uppgjöf á Álftanesi. Framtíðarsýn með fjárhagslegri endurskipulagningu Bæjarfulltrúar Á-lista gagnrýndu þessar tillögur meirihluta D-listans og sögðu að þær myndu rústa samfélagi á Álftanesi, verðfella eignir og rýra tekjustofna. Bæjarfulltrúar Á-listinn kynntiu við fyrri umræðuna fjárhagsáætlunar tvær ólíkar tillögur að fjárhagsáætlun, báðar með um 100 milljóna í árlegri hagræðingu og hægri uppbyggingu með hagvexti eftir 2010, líkt og ríkistjórin hefur áætlað í sambandi við fjárlagagerð ríkisins. Slík uppbygging mun skila nýjum skatttekjum og óreglulegum tekjum sem nemur u.þ.b. 150 milljónum árlega. Í annarri tillögunni gerir Á-listinn síðan ráð fyrir 200 milljón króna árlegri leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði og að langtímaskuldir verði endurskipulagðar. Í hinni tillögunni er einungis gert ráð fyrir um þriðjungs leiðréttingu frá Jöfnunarsjóði, en í staðinn gert ráð fyrir því að Ríkið kaupi hlutafé Álftaness í Fasteign ehf. og sömuleiðis lóð fyrir menningar- og náttúrufræðisetur. Andvirði eignasölunnar yrði síðan notað til að kaupa, til baka af Fasteign ehf., íþrótta- og sundmannvirkin, og létta með þeim hætti á árlegum rekstri um 140 milljónir. Í bæjarráði hefur bæjarfulltrúi Á-lista síðan flutt tillögu um að í stað þess að hætta við framkvæmdir Búmanna hsf. um byggingu þjónustuhúss verði verkefnið styrkt með því að auka þjónustu í húsinu og reka þar litla hjúkrunardeild. Samhliða væri leiguskuldbindingum létt, að hluta, af sveitarfélaginu með því að fjölga samstarfsaðilum um rekstur hússins og í því sambandi hvatt til að taka upp viðræður við t.d. Sjómannadagsráð sem rekur dvalar-og hjúkrunarheimili í nágrenni sveitarfélagsins. Meirihluti D-lista samþykkti frávísun í bæjarstjórn á tillögur Á-lista um sölu hlutafjár í Fasteign ehf. og sölu lóða og tók ekki undir hugmyndir um hæga uppbyggingu. Hann tók líka fálega hugmyndum um að kalla nýja þjónustuaðila að framkvæmdum á miðsvæðinu. Meirihluta D-listans skortir framtíðarsýn fyrir Álftnesinga og sér ekki önnur ráð en að sameina Álftanes, Garðabæ. Á næstu vikum er mikilvægt að íbúar Álftaness taki undir hugmyndir bæjarfulltrúa Á-lista um aðrar áherslur við þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem unnið er að. Gera þarf kröfu um að tekið sé á málum með bjartsýni fremur en vonleysi og viðreins og nýsköpun í stað uppgjafar. Ég vil benda lesendum á ýmsar greinar um mál Álftaness á www.alftaneshreyfingin.blog.is Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun