Erlent

Verkfall hjá Lufthansa

Um 4000 flugmenn hjá þýska flugfélaginu Lufthansa hófu í gærkvöldi verkfall sem standa skal í fjóra daga verði kröfum þeirra ekki mætt en flugmennirnir krefjast meira starfsöryggis.

Félagið hefur þurft að aflýsa þrjú þúsund ferðum og hefur einnig varað við töfum sem þykja óumflýjanlegar bæði í innanlands- og millilandaflugi. Lufthansa og dótturfyrirtækin Lufthansa Cargo og Germanwings gerðu flugmönnunum gagntilboð í gærkvöldi sem þeir sættu sig ekki við.

Lufthansa flýgur um það bil 1800 ferðir á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×