Erlent

Gordon Brown er hrekkjusvín - undirmenn leita sér hjálpar

Erfiður í samskiptum.
Erfiður í samskiptum. MYND/AP

Þrýstingur eykst nú á stjórnvöld í Bretlandi að rannsókn fari fram á meintum fantaskap Gordons Brown í garð starfsfólks í Downing stræti.

Í nýútkominni bók er því haldið fram að forsætisráðherrann komi illa fram við starfsfólk sitt, hann bölvi og ragni í tíma og ótíma þyki honum hlutirnir ekki ganga sem skildi. Þá segir í bókinni að hann eigi það til að grípa í jakkaboðunga undirmanna sinna og öskra á þá.

Þessum ásökunum hefur alfarið verið hafnað hingað til, meðal annars af Mandelson lávarði viðskiptaráðherra en nú hefur forstöðukona hjálparlínu sem berst gegn einelti á vinnustað stigið fram og fullyrt að nokkrir starfsmenn forsætisráðherrans hafi hringt í hjálparlínuna og sagt farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við forsætisráðherrann.

Forstöðukonan segir að fjórir starfsmenn Downing strætis hafi hringt til samtakanna, sá síðasti fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir að allir segir þeir sömu söguna, að vinnan í forsætisráðuneytinu taki all verulega á taugarnar, ekki síst vegna framkomu forsætisráðherrans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×