Erlent

Ögra dönsku samfélagi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Barfoed segir að Vítisenglar ögri dönsku samfélagi. Mynd/ AFP.
Lars Barfoed segir að Vítisenglar ögri dönsku samfélagi. Mynd/ AFP.
Vítisenglar ögra danska samfélaginu stórkostlega með því að opna stuðningsmannahóp fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára, segir Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, í samtali við fréttastofu Danmarks Radio.

„Ég er reiðubúinn til að skoða allar leiðir til þess að hindra að ungmenni lendi á glæpagötum," segir hann. Hann nýtur stuðnings frá bæði Venstre og Danska þjóðarflokknum.

Kim Andersen, talsmaður Venstre í málum sem varða réttarfar, segir að öllum löglegum meðulum skuli beita Vítisenglana. „Við verðum að skoða alvarlega hvort við getum bannað þeim með lögum að umgangast börn," segir Andersen.

Talsmaður Danska þjóðarflokksins tekur undir þetta. „Fólk með dóma á bakinu fyrir alvarleg ofbeldisbrot á ekki að geta leiðbeint ungmennum eða umgengist þau," segir Peter Skaarup talsmaður Danska þjóðarflokksins.




Tengdar fréttir

Danskir Vítisenglar stofna unglingaklúbb

Vélhjólaklúbburinn Vítisenglar í Danmörku stofnar í dag sérstakan hóp fyrir unglinga undir 18 ára aldri. Hópurinn mun bera titilinn Varnarhópur víkinga, segir Berlingske Tiderne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×