Um réttindi fatlaðra 20. mars 2010 06:00 Oddný Mjöll Arnardóttir og Þórdís Ingadóttir skrifa um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Hinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis. Á Íslandi eru um 200 einstaklingar sem kljást við aukalitning á 21. litningapari en um 3-4 börn fæðast árlega hér á landi með slíkt litningafrávik. Eitt af baráttumálum þessara einstaklinga er rétturinn til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra. Það eru því mikil tíðindi að í liðinni viku kynnti Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra tillögur nefndar sem fjallað hefur um fyrirhugaða fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Ísland undirritaði samninginn fyrir þremur árum, ásamt viðbótarbókun hans, og er skýrsla nefndarinnar undirbúningur stjórnvalda að fullgildingu samningsins. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun er tímamótasamningur á sviði mannréttinda fyrir margra hluta sakir. Aldrei hafa samningaviðræður um mannréttindasamning tekið jafn skamman tíma. Samningaviðræðurnar voru einnig merkilegar fyrir þær sakir að aldrei fyrr hefur verið haft jafn ríkt samstarf við grasrótarsamtök við gerð mannréttindasáttmála. Á þeim tímamótum þegar opnað var fyrir undirskriftir ríkja þann 30. mars 2007 var þar slegið nýtt met á vettvangi alþjóðalaga, en aldrei hafa jafn mörg ríki undirritað mannréttindasáttmála þegar við opnun hans til undirritunar. Hin mikla sátt sem ríkir um efni sáttmálans kemur til af ýmsu. Ein helsta ástæðan er sú að sáttmálinn byggir á eldri mannréttindasáttmálum. Flest þau réttindi sem hann veitir eru þegar tryggð í öðrum sáttmálum og er sáttmálanum því ekki ætlað að skapa ný réttindi. Réttinn til lífs, bann við ómannlegri og vanvirðandi meðferð, bann við mismunun og réttinn til tjáningarfrelsis hafa ríki t.d. þegar skuldbundið sig að veita með aðild sinni að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá árinu 1966. Þá hafa ríki t.d. skuldbundið sig til að veita rétt til menntunar, vinnu og heilsu með aðild sinni að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá árinu 1966. Það sem skilur að með Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og hinum eldri mannréttindasamningum er að í hinum nýja eru þessi réttindi útfærð mun nánar og aðlöguð að veruleika fatlaðs fólks í því skyni að veita virka og raunhæfa réttarvernd. Þannig er t.d. tiltekið að í tjáningarfrelsi felist að ríkjum beri skylda til að viðurkenna og stuðla að notkun táknmáls og blindraleturs og að í rétti til menntunar felist réttur til menntunar án aðgreiningar. Rétturinn til menntunar án aðgreiningar er meðal mikilvægustu ákvæða sáttmálans en hann felur í sér þá meginreglu að menntun fatlaðra barna fari fram innan almennra skóla og leggur þær skyldur á herðar ríkjum að aðlaga skólaumhverfið og veita stuðning í samræmi við þarfir viðkomandi barns. Einnig má nefna að sáttmálinn kveður á um rétt fatlaðra til að lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélaginu sem m.a. felur í sér að ríkinu beri að tryggja fötluðum tækifæri til að velja sér búsetustað og með hverjum þeir búa. Hinum nýju efnismeiru ákvæðum er þannig ætlað að taka af allan vafa um framkvæmd samningsins í landsrétti og tryggja betur réttarstöðu viðkomandi einstaklinga. Valfrjáls bókun við samninginn heimilar einstaklingum eða hópi einstaklinga sem telja sig þolendur brots á ákvæðum samningsins að kæra mál til alþjóðlegrar eftirlitsnefndar um framkvæmd samningsins, án tillits til þess hvaða flokki réttinda brotið tilheyrir. Nú í dag hafa 144 ríki undirritað Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og 82 ríki fullgilt hann og með því skulbundið sig að þjóðarétti að veita fötluðum einstaklingum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Til þess að af fullgildingu geti orðið þurfa landslög viðkomandi ríkis að tryggja borgurum öll þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um. Í hinni nýútgefnu skýrslu nefndarinnar er gerð grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum til að fullgilda hann sem fela meðal annars í sér heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra, auk ýmissa annarra lagabreytinga. Þá leggur nefndin til að athugaðir verði möguleikar á stofnun innlendrar þjóðbundinnar mannréttindastofnunar sem gæti haft með höndum sjálfstætt eftirlit til að fylgjast með framkvæmd samningsins hér á landi. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður skýrsla hennar nú send hagsmunaaðilum til umsagnar. Afar mikilvægt er að tekið verði tillit til þeirra umsagna á lokastigum við undirbúning fullgildingar Íslands á þessum mikilvæga alþjóðasamningi. Oddný Mjöll er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þórdís er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Oddný Mjöll Arnardóttir og Þórdís Ingadóttir skrifa um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Hinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis. Á Íslandi eru um 200 einstaklingar sem kljást við aukalitning á 21. litningapari en um 3-4 börn fæðast árlega hér á landi með slíkt litningafrávik. Eitt af baráttumálum þessara einstaklinga er rétturinn til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra. Það eru því mikil tíðindi að í liðinni viku kynnti Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra tillögur nefndar sem fjallað hefur um fyrirhugaða fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Ísland undirritaði samninginn fyrir þremur árum, ásamt viðbótarbókun hans, og er skýrsla nefndarinnar undirbúningur stjórnvalda að fullgildingu samningsins. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun er tímamótasamningur á sviði mannréttinda fyrir margra hluta sakir. Aldrei hafa samningaviðræður um mannréttindasamning tekið jafn skamman tíma. Samningaviðræðurnar voru einnig merkilegar fyrir þær sakir að aldrei fyrr hefur verið haft jafn ríkt samstarf við grasrótarsamtök við gerð mannréttindasáttmála. Á þeim tímamótum þegar opnað var fyrir undirskriftir ríkja þann 30. mars 2007 var þar slegið nýtt met á vettvangi alþjóðalaga, en aldrei hafa jafn mörg ríki undirritað mannréttindasáttmála þegar við opnun hans til undirritunar. Hin mikla sátt sem ríkir um efni sáttmálans kemur til af ýmsu. Ein helsta ástæðan er sú að sáttmálinn byggir á eldri mannréttindasáttmálum. Flest þau réttindi sem hann veitir eru þegar tryggð í öðrum sáttmálum og er sáttmálanum því ekki ætlað að skapa ný réttindi. Réttinn til lífs, bann við ómannlegri og vanvirðandi meðferð, bann við mismunun og réttinn til tjáningarfrelsis hafa ríki t.d. þegar skuldbundið sig að veita með aðild sinni að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá árinu 1966. Þá hafa ríki t.d. skuldbundið sig til að veita rétt til menntunar, vinnu og heilsu með aðild sinni að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi frá árinu 1966. Það sem skilur að með Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og hinum eldri mannréttindasamningum er að í hinum nýja eru þessi réttindi útfærð mun nánar og aðlöguð að veruleika fatlaðs fólks í því skyni að veita virka og raunhæfa réttarvernd. Þannig er t.d. tiltekið að í tjáningarfrelsi felist að ríkjum beri skylda til að viðurkenna og stuðla að notkun táknmáls og blindraleturs og að í rétti til menntunar felist réttur til menntunar án aðgreiningar. Rétturinn til menntunar án aðgreiningar er meðal mikilvægustu ákvæða sáttmálans en hann felur í sér þá meginreglu að menntun fatlaðra barna fari fram innan almennra skóla og leggur þær skyldur á herðar ríkjum að aðlaga skólaumhverfið og veita stuðning í samræmi við þarfir viðkomandi barns. Einnig má nefna að sáttmálinn kveður á um rétt fatlaðra til að lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélaginu sem m.a. felur í sér að ríkinu beri að tryggja fötluðum tækifæri til að velja sér búsetustað og með hverjum þeir búa. Hinum nýju efnismeiru ákvæðum er þannig ætlað að taka af allan vafa um framkvæmd samningsins í landsrétti og tryggja betur réttarstöðu viðkomandi einstaklinga. Valfrjáls bókun við samninginn heimilar einstaklingum eða hópi einstaklinga sem telja sig þolendur brots á ákvæðum samningsins að kæra mál til alþjóðlegrar eftirlitsnefndar um framkvæmd samningsins, án tillits til þess hvaða flokki réttinda brotið tilheyrir. Nú í dag hafa 144 ríki undirritað Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun og 82 ríki fullgilt hann og með því skulbundið sig að þjóðarétti að veita fötluðum einstaklingum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Til þess að af fullgildingu geti orðið þurfa landslög viðkomandi ríkis að tryggja borgurum öll þau réttindi sem sáttmálinn kveður á um. Í hinni nýútgefnu skýrslu nefndarinnar er gerð grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum til að fullgilda hann sem fela meðal annars í sér heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra, auk ýmissa annarra lagabreytinga. Þá leggur nefndin til að athugaðir verði möguleikar á stofnun innlendrar þjóðbundinnar mannréttindastofnunar sem gæti haft með höndum sjálfstætt eftirlit til að fylgjast með framkvæmd samningsins hér á landi. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður skýrsla hennar nú send hagsmunaaðilum til umsagnar. Afar mikilvægt er að tekið verði tillit til þeirra umsagna á lokastigum við undirbúning fullgildingar Íslands á þessum mikilvæga alþjóðasamningi. Oddný Mjöll er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þórdís er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun