Ísland – hvað nú? Róbert Marshall skrifar 7. október 2010 17:17 Það fór ekki á milli mála að mótmælendum á Austurvelli á mánudag var heitt í hamsi. Þeir köstuðu öllu lauslegu að Alþingishúsinu; eggjum, grjóti og varaþingmanninum Óla Birni Kárasyni. Skilaboðunum var rækilega komið á framfæri: við erum reið. Og reiði fólks er vel skiljanleg. Viðfangsefni Ríkisstjórnar og Alþingis eftir hrun eru risavaxin og hafa á margvíslegan hátt gengið verr en við vildum. Ríkisstjórnin hefur verið óþarflega ósamstæð og of mikill tími hefur farið í að leysa innri vandamál stjórnarinnar án þess þó að hægt sé að halda því fram með rökum að það í sjálfu sér hafi seinkað aðgerðum. Ég er sjálfur þeirrar sannfæringar að sé litið til samsetningar Alþingis, þá séum við með okkar besta fólk við að stýra ríkisstjórninni. Jóhanna Sigurðardóttir býr yfir gríðarlegri reynslu sem nýtist henni vel í umróti hrunsins og fáir hafa vaxið jafn mikið í áliti hjá mér á jafn stuttum tíma og Steingrímur J. Sigfússon. Engir stjórnmálamenn íslenskir hafa fengist við viðlíka verkefni og þau tvö og ríkisstjórn þeirra. Það er öðruvísi bragur á þessari stjórn en Íslendingar hafa átt að venjast; skoðanaskipti eru opnari og ágreiningur sýnilegri en fáir geta bent á hvers vegna það er eitthvað verra en órofa þagnarmúr ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Það er í raun heilbrigðara. Lýðræðið er margradda kór.Vinátta og virðing Árangur á öllum sviðum samfélagsins ræðst af getu okkar til þess að ræða saman, gera samninga, mynda bandalög, komast að sameiginlegri niðurstöðu. Vinátta er mikilvæg og ef hún ekki næst, þá er gagnkvæm virðing það næstbesta. Á Alþingi starfar nú fjöldi fólks sem kom saman í fyrsta sinn í byrjun sumars á síðasta ári og í hönd fóru mánuðir sem voru þrungnir nánast óbærilegri spennu og togstreitu. Það hefur smátt og smátt lagast. Fólk kynnist, myndar sambönd og kemur hlutum í verk. Því miður hefur okkur ekki tekist að koma þeim ágæta samstarfsanda sem til staðar er nægilega vel til skila í þingsalnum sjálfum. Þar birtist Alþingi þjóðinni sem ósamstíga hópur og allt virðist fast í sömu hjólförunum. Þetta er ekki rétt mynd. Á margvíslegan hátt starfa stjórn og stjórnarandstaða saman á nefndarfundum og í óformlegu spjalli. Það er hlutverk okkar í stjórnarmeirihlutanum að gæta þess að samskiptin séu í lagi og að sjónarmið stjórnarandstöðunnar komist líka að. Það er líka á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að viðhalda talsambandinu og gæta þess að sjónarmiðum sinna umbjóðenda sé komið á framfæri í þinginu.Mikil tíðindi framundan Samsetning þingsins um þessar mundir vekur mér vonir um að hér geti orðið miklar breytingar á næstu árum. Okkur hefur þegar tekist að koma í gegn möguleikanum á stórmerkum tímamótum í sögu þjóðarinnar með stjórnlagaþinginu. Það er að mínu mati merkilegasta framlag þessa þings, stjórnar og stjórnarandstöðu, á þessu kjörtímabili. Það getur boðað hægfara en örugga umbyltingu stjórnkerfisins á komandi þremur árum; endurskoðun þrískiptingar valdsins, stórbreytta kosningalöggjöf og kjördæmaskipan, stjórnarskrárvarið eignarhald á sameiginlegum auðlindum og miklar lýðræðisumbætur. Með umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið er ennfremur stigið stórt skref til breytingar en þjóðin á eftir að taka ákvörðun í því máli. Hvernig sem fer er ljóst að óbreytt gjaldmiðilsstefna læsir okkur í vítahring verðtryggingar, verðbólgu, hárra vaxta og sveiflukennds hagkerfis. Það er óhjákvæmilegt að taka upp evruna eða fasttengja krónuna við hana með einhverjum hætti. Tilraunastefna undanfarinna áratuga hefur brugðist fullkomlega. Meginmarkmið Íslendinga í þessum efnum er öryggi og stöðugleiki. Framundan er því sameiginleg ákvarðanataka þjóðarinnar allrar á stjórnkerfi sínu og efnahagsmálum og peningastefnu.Ekki taka ákvörðun í uppnámi Meginskýringin á reiði mótmælenda þessa dagana tengist úrlausnum á vandamálum dagsins í dag og gærdagsins. Það hefur reynst stjórnmálaflokkunum erfitt að gera upp hrunið. Afgreiðsla okkar á Landsdómsmálinu var ekki góður vitnisburður um forystu þjóðarinnar. Hvers vegna? Stjórnmálaflokkum gengur illa að fjalla á gagnrýnin hátt um sjálfa sig. Það er í eðli þeirra að lyfta sjálfum sér upp og tala aðra niður. Meira að segja hin alheilaga Borgarahreyfing breyttist í stjórnmálaflokk og klofnaði um leið og þar heyrðust gagnrýnisraddir eftir síðustu alþingiskosningar.Kosningar um grundvallartriði Það hefur reynst stjórninni erfitt að takast á við skuldavanda heimilanna jafnvel þó hægt sé að sýna fram á margvíslegar aðgerðir. Þar þarf að lyfta Grettistaki og mynda sátt á meðal þjóðarinnar um úrbætur. Og við þurfum ný störf. Þetta eru skammtímaverkefni sem við þurfum að ná tökum á, á næstu vikum. Allir flokkarnir þurfa að koma saman að þessu verkefni og við höfum ekki mikinn tíma til að ná árangri. Kosningar yrðu okkur kostnaðarsamar. Ný ríkisstjórn myndi taka við stjórn landsins en við blasa sömu vandamálin. Nema að skuldavandi heimilanna yrði stærri og atvinnuleysið meira. Þrjá til sex mánuði tæki fyrir nýja ráðherra að setja sig inn í störf sín; í hönd færu spennuþrungnir mánuðir í glænýju Alþingi og óánægjan í samfélaginu yrði yfirþyrmandi. Það yrðu aftur fjölmenn og hávær mótmæli á Austurvelli. Við þurfum því að sameinast um skammtímaverkefnin á næstu mánuðum og misserum. Það gæti leitt til einhvers konar þjóðstjórnarfyrirkomulags og það færi vel á því. Áður en gengið verður til næstu kosninga verðum við að klára Stjórnlagaþingið og afgreiða tillögur þess frá Alþingi. Við verðum líka að fá niðurstöðu úr samningaviðræðum við Evrópusambandið. Þá göngum við til kosninga um nýja stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið og nýja ríkisstjórn. Þannig markar þjóðin stefnuna til næstu áratuga. Þá lýkur uppgjörinu við hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það fór ekki á milli mála að mótmælendum á Austurvelli á mánudag var heitt í hamsi. Þeir köstuðu öllu lauslegu að Alþingishúsinu; eggjum, grjóti og varaþingmanninum Óla Birni Kárasyni. Skilaboðunum var rækilega komið á framfæri: við erum reið. Og reiði fólks er vel skiljanleg. Viðfangsefni Ríkisstjórnar og Alþingis eftir hrun eru risavaxin og hafa á margvíslegan hátt gengið verr en við vildum. Ríkisstjórnin hefur verið óþarflega ósamstæð og of mikill tími hefur farið í að leysa innri vandamál stjórnarinnar án þess þó að hægt sé að halda því fram með rökum að það í sjálfu sér hafi seinkað aðgerðum. Ég er sjálfur þeirrar sannfæringar að sé litið til samsetningar Alþingis, þá séum við með okkar besta fólk við að stýra ríkisstjórninni. Jóhanna Sigurðardóttir býr yfir gríðarlegri reynslu sem nýtist henni vel í umróti hrunsins og fáir hafa vaxið jafn mikið í áliti hjá mér á jafn stuttum tíma og Steingrímur J. Sigfússon. Engir stjórnmálamenn íslenskir hafa fengist við viðlíka verkefni og þau tvö og ríkisstjórn þeirra. Það er öðruvísi bragur á þessari stjórn en Íslendingar hafa átt að venjast; skoðanaskipti eru opnari og ágreiningur sýnilegri en fáir geta bent á hvers vegna það er eitthvað verra en órofa þagnarmúr ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Það er í raun heilbrigðara. Lýðræðið er margradda kór.Vinátta og virðing Árangur á öllum sviðum samfélagsins ræðst af getu okkar til þess að ræða saman, gera samninga, mynda bandalög, komast að sameiginlegri niðurstöðu. Vinátta er mikilvæg og ef hún ekki næst, þá er gagnkvæm virðing það næstbesta. Á Alþingi starfar nú fjöldi fólks sem kom saman í fyrsta sinn í byrjun sumars á síðasta ári og í hönd fóru mánuðir sem voru þrungnir nánast óbærilegri spennu og togstreitu. Það hefur smátt og smátt lagast. Fólk kynnist, myndar sambönd og kemur hlutum í verk. Því miður hefur okkur ekki tekist að koma þeim ágæta samstarfsanda sem til staðar er nægilega vel til skila í þingsalnum sjálfum. Þar birtist Alþingi þjóðinni sem ósamstíga hópur og allt virðist fast í sömu hjólförunum. Þetta er ekki rétt mynd. Á margvíslegan hátt starfa stjórn og stjórnarandstaða saman á nefndarfundum og í óformlegu spjalli. Það er hlutverk okkar í stjórnarmeirihlutanum að gæta þess að samskiptin séu í lagi og að sjónarmið stjórnarandstöðunnar komist líka að. Það er líka á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að viðhalda talsambandinu og gæta þess að sjónarmiðum sinna umbjóðenda sé komið á framfæri í þinginu.Mikil tíðindi framundan Samsetning þingsins um þessar mundir vekur mér vonir um að hér geti orðið miklar breytingar á næstu árum. Okkur hefur þegar tekist að koma í gegn möguleikanum á stórmerkum tímamótum í sögu þjóðarinnar með stjórnlagaþinginu. Það er að mínu mati merkilegasta framlag þessa þings, stjórnar og stjórnarandstöðu, á þessu kjörtímabili. Það getur boðað hægfara en örugga umbyltingu stjórnkerfisins á komandi þremur árum; endurskoðun þrískiptingar valdsins, stórbreytta kosningalöggjöf og kjördæmaskipan, stjórnarskrárvarið eignarhald á sameiginlegum auðlindum og miklar lýðræðisumbætur. Með umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið er ennfremur stigið stórt skref til breytingar en þjóðin á eftir að taka ákvörðun í því máli. Hvernig sem fer er ljóst að óbreytt gjaldmiðilsstefna læsir okkur í vítahring verðtryggingar, verðbólgu, hárra vaxta og sveiflukennds hagkerfis. Það er óhjákvæmilegt að taka upp evruna eða fasttengja krónuna við hana með einhverjum hætti. Tilraunastefna undanfarinna áratuga hefur brugðist fullkomlega. Meginmarkmið Íslendinga í þessum efnum er öryggi og stöðugleiki. Framundan er því sameiginleg ákvarðanataka þjóðarinnar allrar á stjórnkerfi sínu og efnahagsmálum og peningastefnu.Ekki taka ákvörðun í uppnámi Meginskýringin á reiði mótmælenda þessa dagana tengist úrlausnum á vandamálum dagsins í dag og gærdagsins. Það hefur reynst stjórnmálaflokkunum erfitt að gera upp hrunið. Afgreiðsla okkar á Landsdómsmálinu var ekki góður vitnisburður um forystu þjóðarinnar. Hvers vegna? Stjórnmálaflokkum gengur illa að fjalla á gagnrýnin hátt um sjálfa sig. Það er í eðli þeirra að lyfta sjálfum sér upp og tala aðra niður. Meira að segja hin alheilaga Borgarahreyfing breyttist í stjórnmálaflokk og klofnaði um leið og þar heyrðust gagnrýnisraddir eftir síðustu alþingiskosningar.Kosningar um grundvallartriði Það hefur reynst stjórninni erfitt að takast á við skuldavanda heimilanna jafnvel þó hægt sé að sýna fram á margvíslegar aðgerðir. Þar þarf að lyfta Grettistaki og mynda sátt á meðal þjóðarinnar um úrbætur. Og við þurfum ný störf. Þetta eru skammtímaverkefni sem við þurfum að ná tökum á, á næstu vikum. Allir flokkarnir þurfa að koma saman að þessu verkefni og við höfum ekki mikinn tíma til að ná árangri. Kosningar yrðu okkur kostnaðarsamar. Ný ríkisstjórn myndi taka við stjórn landsins en við blasa sömu vandamálin. Nema að skuldavandi heimilanna yrði stærri og atvinnuleysið meira. Þrjá til sex mánuði tæki fyrir nýja ráðherra að setja sig inn í störf sín; í hönd færu spennuþrungnir mánuðir í glænýju Alþingi og óánægjan í samfélaginu yrði yfirþyrmandi. Það yrðu aftur fjölmenn og hávær mótmæli á Austurvelli. Við þurfum því að sameinast um skammtímaverkefnin á næstu mánuðum og misserum. Það gæti leitt til einhvers konar þjóðstjórnarfyrirkomulags og það færi vel á því. Áður en gengið verður til næstu kosninga verðum við að klára Stjórnlagaþingið og afgreiða tillögur þess frá Alþingi. Við verðum líka að fá niðurstöðu úr samningaviðræðum við Evrópusambandið. Þá göngum við til kosninga um nýja stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið og nýja ríkisstjórn. Þannig markar þjóðin stefnuna til næstu áratuga. Þá lýkur uppgjörinu við hrunið.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun