Lífið

Nýja Karate Kid slær í gegn

Upprunalegi Karate Kid, Ralph Macchio, mætti að sjálfsögðu á frumsýninguna. Will Smith og eiginkonan Jada eru vitanlega ánægð með soninn Jaden Smith en Will Smith er framleiðandi myndarinnar ásamt Jackie Chan.
Upprunalegi Karate Kid, Ralph Macchio, mætti að sjálfsögðu á frumsýninguna. Will Smith og eiginkonan Jada eru vitanlega ánægð með soninn Jaden Smith en Will Smith er framleiðandi myndarinnar ásamt Jackie Chan.

Nýja myndin um Karate Kid, með syni Will Smith og Jackie Chan í aðalhlutverkum, er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum.

Karate Kid hafði betur í sannkölluðum sumarmyndaslag því hasarmyndin A-Team var einnig frumsýnd um helgina. Báðar voru þær líklegar til að ná fyrsta sætinu.

Karate Kid halaði inn um 56 milljónum dollara og A-Team um 26. Karate Kid kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu og A-Team 90. Þessar aðsóknartölur eru ekki endanlegar en eiga að vera nokkuð nærri lagi.

Karate Kid er vitanlega endurgerð á stórsmellinum frá 1984. Hún gerist í Kína og er í raun búið að skipta karate út fyrir kung fu að hætti Jackie Chan. Það eru ekki aðeins aðdáendur upprunalegu myndarinnar sem brugðu sér í bíó því ríflega helmingur áhorfenda voru undir 25 ára aldri.

Markaðssérfræðingar segja A-Team einnig spyrjast vel út meðal yngri bíógesta en gagnrýnendur hökkuðu þá mynd í spað. Shrek Forever After var síðan í þriðja sæti og gengur þokkalega en hún var frumsýnd helgina áður.

Hér er hægt að sjá sýnishorn úr nýju Karate Kid.

Hér er hægt að sjá sýnishorn úr gömlu Karate Kid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.