Erlent

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Frá eyjunni
Frá eyjunni Mynd/AFP
Öflugur jarðskjálfti varð í gærkvöldi við Nicobar eyjar á Indlandshafi. Skjálftinn mældist 7,5 á richter. Óttast var að skjálftinn myndi koma af stað flóðbylgju og var flóðbylgjuviðvörun gefin út í gærkvöldi. Hún var svo afturkölluð. Upptök skjálftans voru neðansjávar, um 150 kílómetrum vestur af Misha á Nicobar eyjum.

Um 350 þúsund manns búa á eyjunni en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eyðileggingu af völdum skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×