Erlent

Skotárás í Bretlandi - fjórir á sjúkrahúsi

Skjáskot af frétt Skynews um málið
Skjáskot af frétt Skynews um málið
Fjórir, þrír karlar og ein kona, liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skotárás á næturklúbbi í Birgmingham í Bretlandi.

Þau voru á tónleikum á næturklúbbnum The Custard Factory í Birmingham þegar atvikið varð um klukkan eitt í nótt en um þúsund gestir fylgdust einnig með tónleikunum. Fólkið er á aldrinum 20 - 25 ára.

Hafin er rannsókn á aðdraganda atviksins. Lögreglumaðurinn, Tom Chisholm, segir að öll aðstoð við rannsóknina sé vel þegin. „Við vitum að mikill fjöldi fólks var þarna og við skorum á þá sem geta veitt upplýsingar um atvikið að hafa samband við lögregluna."

Lögreglumenn vinna nú að skoða staðinn auk þess sem farið er yfir eftirlitsmyndavélar. Öll fórnarlömbin eru sögð vera í stöðugu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×