Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher 27. apríl 2010 10:14 Jenson Button og Michael Schumacher brosmildir á blaðamannfundi á mótsstað. Mynd: Getty Images Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira