Visku er þörf Þórir Jökull Þorsteinsson. skrifar 24. nóvember 2010 06:45 Kosningar til stjórnlagaþings eru nú fyrir dyrum og standa yfir utan kjörfundar. Sem einn margra frambjóðenda hef ég skoðað ýmsa málefnaþætti sem þingið mun þurfa að vinna úr. Fyrirfram er augljóst, að ekki eiga allar frómar óskir fólks heima í stjórnarskrá og mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir þessu. Ef líkja má stjórnarskrá við óskalista yfir gjafir af einhverju tilefni, þá er hún sá listi sem inniheldur stóru, mikilvægu pakkana, hvort heldur harða eða mjúka. Þar eiga tæpast heima þær óskir sem sækja kraft sinn til sjálfhverfra hópa samfélagsins, heldur fremur hinar sem varða almenn mannréttindi og almannahag, hin stóru grundvallaratriði er varða stjórnskipan lýðveldisins, verkan hennar og vinnulag; valdmörk aðgreinanlegra þátta ríkisvaldsins og ábyrgð þess gagnvart fólkinu í landinu til framtíðar. Þess vegna hefur samtal frambjóðenda innbyrðis og við kjósendur snúist mjög um skýrari þrígreiningu ríkisvaldsins, hlutverk forsetans og ýmislegt annað sem þetta varðar. Almenningur í landinu er orðinn reynslunni ríkari af þeim greipartökum valdsins sem hér hafa möndlað og höndlað með alkunnum afleiðingum. Lykilorðin hafa því miður reynst vera ábyrgðarleysi og spilling. Það eru gömul sannindi og ný, að vald spillir og algert vald gjörspillir. Þessi sannindi breyta ekki því að vald mun ávallt þurfa að vera í höndum einhvers eða einhverra hvort sem okkur líkar betur eða ver. Í lýðræðisríki eins og okkar hefur það því lengi verið ljóst að valdinu þarf að setja skorður með lögum. Það er eitt meginhlutverk stjórnarskrár. Gegn henni mega engin lög önnur ganga. Það er því engin goðgá að hér verði komið á stjórnlagadómstóli sem sjái svo um að almenn löggjöf á Íslandi sé skýr og í anda grundvallarlaganna. Stjórnarskrá þarf að vera eins og klettur í hafinu, þ.e. föst fyrir hvað varðar hluti sem varða sanngjarna og ábyrga valdsstjórn, lýðréttindi og mannhelgi. Við munum til dæmis aldrei láta frá okkur ákvæðin sem tryggja að allir séu jafnir fyrir lögum. Á köflum þarf stjórnarskrá hins vegar að vera tillitssöm t.a.m. hvað varðar breyttar samfélagsáherslur. Stjórnarskrá okkar nú hefur báða eiginleika. Góð dæmi um sveigjanleika hennar eru t.a.m. umdeild ákvæði um samband þjóðkirkjunnar og ríkisins sem gera að verkum að einfaldara er að breyta því en flestir virðast álíta (sbr. 62. grein og þá 79). Veröldin er ekki bara svört eða hvít. Afdrif þjóða og ríkja eru eru ekki gamanmál og við sem nú byggjum þennan heim vitum að hér eru engin draumalönd í boði. Auðlindir landsins eiga að nýtast í þágu þeirra sem landið byggja nú og framvegis. Við skulum í því efni hafa í huga að auðlindir eru fleira en fiskur í sjó, fallvötn, jarðvarmi, jarðgas og olía. Hér þarf að vanda til verka. Stjórnlagaþingið þarf að gera sér grein fyrir því, að afurð vinnu þess kann að skuldbinda komandi kynslóðir í áratugi eða um lengri aldur. (Höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna gerðu sér grein fyrir þessu og það gerði einnig Ditlev Gotard Monrad sem (d.1887) sem var frumhöfundur dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849. Monrad byggði t.a.m. á lærdómum Hegels og Schleiermachers um vald, lýðréttindi og samfélög manna.) Þvi þarf visku til að vega og meta hverju endurnýjuð stjórnarskrá á að veita brautargengi og hvað hún á að hindra. Flest málsmetandi fólk virðist sammála um að stjórnarskrá okkar hafi dugað vel og samt glittir mjög í það sjónarmið að hún sé gamalt plagg og barn síns tíma. Víst er hún það, en það eitt segir ekki að hún sé ónothæf. Af hverju að gera við hlut sem ekki er bilaður? Lítum á þetta sem gagnlegt eftirlit og æskilegt viðhald á góðri eign. Stjórnlagaþingið mun vega það og meta í hvaða efnum komið er að viðgerð, hverju kunni að vera ástæða til að skipta út eða lagfæra til að gegna kröfum samtímans og gjörbreytts samfélags. Einmitt vegna lýðræðisins, sýnist mér það rétt að ígrunda grundvallarlög samfélagsins andspænis valdastofnunum þess og samfélagsþróuninni. Stjórnarskrá er lagabálkur sem upplýst lýðræðisþjóðfélag þarf að vera meðvitað um. Ég aðhyllist eðlilega endurnýjun stjórnarskrár lýðveldisins, æski skýrari aðgreiningar löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, álít að nauðsynlegt sé að stjórnlagadómstóll starfi hér til hliðar við ráðherralaust Alþingi, vil endurmeta embætti forsetans og mun beita mér fyrir stjórnarskrá sem varið getur almenning fyrir ofríki yfirvalda þegar svo ber undir. Kjósum starfhæft stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til stjórnlagaþings eru nú fyrir dyrum og standa yfir utan kjörfundar. Sem einn margra frambjóðenda hef ég skoðað ýmsa málefnaþætti sem þingið mun þurfa að vinna úr. Fyrirfram er augljóst, að ekki eiga allar frómar óskir fólks heima í stjórnarskrá og mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir þessu. Ef líkja má stjórnarskrá við óskalista yfir gjafir af einhverju tilefni, þá er hún sá listi sem inniheldur stóru, mikilvægu pakkana, hvort heldur harða eða mjúka. Þar eiga tæpast heima þær óskir sem sækja kraft sinn til sjálfhverfra hópa samfélagsins, heldur fremur hinar sem varða almenn mannréttindi og almannahag, hin stóru grundvallaratriði er varða stjórnskipan lýðveldisins, verkan hennar og vinnulag; valdmörk aðgreinanlegra þátta ríkisvaldsins og ábyrgð þess gagnvart fólkinu í landinu til framtíðar. Þess vegna hefur samtal frambjóðenda innbyrðis og við kjósendur snúist mjög um skýrari þrígreiningu ríkisvaldsins, hlutverk forsetans og ýmislegt annað sem þetta varðar. Almenningur í landinu er orðinn reynslunni ríkari af þeim greipartökum valdsins sem hér hafa möndlað og höndlað með alkunnum afleiðingum. Lykilorðin hafa því miður reynst vera ábyrgðarleysi og spilling. Það eru gömul sannindi og ný, að vald spillir og algert vald gjörspillir. Þessi sannindi breyta ekki því að vald mun ávallt þurfa að vera í höndum einhvers eða einhverra hvort sem okkur líkar betur eða ver. Í lýðræðisríki eins og okkar hefur það því lengi verið ljóst að valdinu þarf að setja skorður með lögum. Það er eitt meginhlutverk stjórnarskrár. Gegn henni mega engin lög önnur ganga. Það er því engin goðgá að hér verði komið á stjórnlagadómstóli sem sjái svo um að almenn löggjöf á Íslandi sé skýr og í anda grundvallarlaganna. Stjórnarskrá þarf að vera eins og klettur í hafinu, þ.e. föst fyrir hvað varðar hluti sem varða sanngjarna og ábyrga valdsstjórn, lýðréttindi og mannhelgi. Við munum til dæmis aldrei láta frá okkur ákvæðin sem tryggja að allir séu jafnir fyrir lögum. Á köflum þarf stjórnarskrá hins vegar að vera tillitssöm t.a.m. hvað varðar breyttar samfélagsáherslur. Stjórnarskrá okkar nú hefur báða eiginleika. Góð dæmi um sveigjanleika hennar eru t.a.m. umdeild ákvæði um samband þjóðkirkjunnar og ríkisins sem gera að verkum að einfaldara er að breyta því en flestir virðast álíta (sbr. 62. grein og þá 79). Veröldin er ekki bara svört eða hvít. Afdrif þjóða og ríkja eru eru ekki gamanmál og við sem nú byggjum þennan heim vitum að hér eru engin draumalönd í boði. Auðlindir landsins eiga að nýtast í þágu þeirra sem landið byggja nú og framvegis. Við skulum í því efni hafa í huga að auðlindir eru fleira en fiskur í sjó, fallvötn, jarðvarmi, jarðgas og olía. Hér þarf að vanda til verka. Stjórnlagaþingið þarf að gera sér grein fyrir því, að afurð vinnu þess kann að skuldbinda komandi kynslóðir í áratugi eða um lengri aldur. (Höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna gerðu sér grein fyrir þessu og það gerði einnig Ditlev Gotard Monrad sem (d.1887) sem var frumhöfundur dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849. Monrad byggði t.a.m. á lærdómum Hegels og Schleiermachers um vald, lýðréttindi og samfélög manna.) Þvi þarf visku til að vega og meta hverju endurnýjuð stjórnarskrá á að veita brautargengi og hvað hún á að hindra. Flest málsmetandi fólk virðist sammála um að stjórnarskrá okkar hafi dugað vel og samt glittir mjög í það sjónarmið að hún sé gamalt plagg og barn síns tíma. Víst er hún það, en það eitt segir ekki að hún sé ónothæf. Af hverju að gera við hlut sem ekki er bilaður? Lítum á þetta sem gagnlegt eftirlit og æskilegt viðhald á góðri eign. Stjórnlagaþingið mun vega það og meta í hvaða efnum komið er að viðgerð, hverju kunni að vera ástæða til að skipta út eða lagfæra til að gegna kröfum samtímans og gjörbreytts samfélags. Einmitt vegna lýðræðisins, sýnist mér það rétt að ígrunda grundvallarlög samfélagsins andspænis valdastofnunum þess og samfélagsþróuninni. Stjórnarskrá er lagabálkur sem upplýst lýðræðisþjóðfélag þarf að vera meðvitað um. Ég aðhyllist eðlilega endurnýjun stjórnarskrár lýðveldisins, æski skýrari aðgreiningar löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, álít að nauðsynlegt sé að stjórnlagadómstóll starfi hér til hliðar við ráðherralaust Alþingi, vil endurmeta embætti forsetans og mun beita mér fyrir stjórnarskrá sem varið getur almenning fyrir ofríki yfirvalda þegar svo ber undir. Kjósum starfhæft stjórnlagaþing.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun