Sjálfstætt framkvæmdavald Þorsteinn V Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2010 11:18 Langflestir frambjóðendur til stjórnlagaþings eru sammála um það að framkvæmdavaldið þ.e. ríkisstjórnin eigi ekki að sitja á Alþingi, eigi að vera sjálfstætt. Ég hef verið að hugleiða hvernig þetta getur verið í framkvæmd því ekki er nóg að halda einhverju fram, það þarf að vera framkvæmanlegt. Margir hafa sett það fram að eftir Alþingiskosningar og myndun ríkisstjórnar þá missi ráðherrarnir atkvæðisrétt sinn á Alþingi og þeirra varamenn komi inn og taki þeirra sæti. Ég tel að þessi aðferð, sem í sjálfu sér er alveg vel framkvæmanleg, skili mjög litlu í að gera framkvæmdavaldið sjálfstæðara því áfram væru flokkarnir sem mynda ríkistjórn með meirihluta á þingi. Það sem ég vil hins vegar sjá er ekki bara sjálfstætt framkvæmdavald heldur einnig og ekki síður sjálfstætt löggjafarvald. Til að ná þessu fram tel ég að fara þurfi fram tvennar kosningar þ.e. annnars vegar til Alþingis og hins vegar um ríkisstjórn. Ég sé fyrir mér að kosning til ríkisstjórnar sé persónubundin þ.e. einstaklingar en ekki flokkar í framboði, allir eiga jafnan rétt til framboðs að uppfylltum skilyrðum t.d. um meðmælendafjölda. Ég tel að með þessu fyrirkomulagi þá verði komið til móts við þá kröfu fólks að landinu stýri einstaklingar með menntun og getu til þess en ekki einstaklingar sem hafa klifið metorðastigann innan stjórnmálaflokkanna, eignast þar vini og viðhlæjendur sem koma "sínum" manni áfram til æðstu metorða í þjóðfélaginu, því miður oft á tíðum algjörlega óverðskuldað með það eina í veganestinu að vera snjall að koma fyrir sig orði, geta talað lengi án þess að segja neitt og láta aldrei reka sig á gat í viðtölum. Þetta hefur því miður alltof of oft verið reyndin með okkar annars ágætu þingmenn og ráðherra í gegnum áratugina. Það er mín skoðun að þjóðfélagið eigi mikið af góðu og hæfu fólki sem er vel til þess fallið að vera framkvæmdastjórar (ráðherrar) yfir okkar landi, vel menntað fólk sem ekki hefur skipt sér af stjórnmálum en er ágætlega hæft til að taka raunhæfar ákvarðanir almenningi til heilla. Löggjafarvaldið á að vera sjálfstætt, meginhlutverk þess er að setja leikreglur sem stýra þjóðfélaginu, ríkistjórnin á hverjum tíma á að þurfa að hafa fyrir því að koma lögum í gegnum þingið og þingið á að horfa á það hlutlausum augum hvaða áhrif lagasetning hefur á þjóðfélagið en ekki með sínum flokksaugum eins og nú hefur viðgengist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Langflestir frambjóðendur til stjórnlagaþings eru sammála um það að framkvæmdavaldið þ.e. ríkisstjórnin eigi ekki að sitja á Alþingi, eigi að vera sjálfstætt. Ég hef verið að hugleiða hvernig þetta getur verið í framkvæmd því ekki er nóg að halda einhverju fram, það þarf að vera framkvæmanlegt. Margir hafa sett það fram að eftir Alþingiskosningar og myndun ríkisstjórnar þá missi ráðherrarnir atkvæðisrétt sinn á Alþingi og þeirra varamenn komi inn og taki þeirra sæti. Ég tel að þessi aðferð, sem í sjálfu sér er alveg vel framkvæmanleg, skili mjög litlu í að gera framkvæmdavaldið sjálfstæðara því áfram væru flokkarnir sem mynda ríkistjórn með meirihluta á þingi. Það sem ég vil hins vegar sjá er ekki bara sjálfstætt framkvæmdavald heldur einnig og ekki síður sjálfstætt löggjafarvald. Til að ná þessu fram tel ég að fara þurfi fram tvennar kosningar þ.e. annnars vegar til Alþingis og hins vegar um ríkisstjórn. Ég sé fyrir mér að kosning til ríkisstjórnar sé persónubundin þ.e. einstaklingar en ekki flokkar í framboði, allir eiga jafnan rétt til framboðs að uppfylltum skilyrðum t.d. um meðmælendafjölda. Ég tel að með þessu fyrirkomulagi þá verði komið til móts við þá kröfu fólks að landinu stýri einstaklingar með menntun og getu til þess en ekki einstaklingar sem hafa klifið metorðastigann innan stjórnmálaflokkanna, eignast þar vini og viðhlæjendur sem koma "sínum" manni áfram til æðstu metorða í þjóðfélaginu, því miður oft á tíðum algjörlega óverðskuldað með það eina í veganestinu að vera snjall að koma fyrir sig orði, geta talað lengi án þess að segja neitt og láta aldrei reka sig á gat í viðtölum. Þetta hefur því miður alltof of oft verið reyndin með okkar annars ágætu þingmenn og ráðherra í gegnum áratugina. Það er mín skoðun að þjóðfélagið eigi mikið af góðu og hæfu fólki sem er vel til þess fallið að vera framkvæmdastjórar (ráðherrar) yfir okkar landi, vel menntað fólk sem ekki hefur skipt sér af stjórnmálum en er ágætlega hæft til að taka raunhæfar ákvarðanir almenningi til heilla. Löggjafarvaldið á að vera sjálfstætt, meginhlutverk þess er að setja leikreglur sem stýra þjóðfélaginu, ríkistjórnin á hverjum tíma á að þurfa að hafa fyrir því að koma lögum í gegnum þingið og þingið á að horfa á það hlutlausum augum hvaða áhrif lagasetning hefur á þjóðfélagið en ekki með sínum flokksaugum eins og nú hefur viðgengist.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun