Margbrotinn eftir að hafa lent fyrir strætisvagni Valur Grettisson skrifar 24. nóvember 2010 12:38 Þorsteinn K. Kristiansen er ansi illa haldinn þessa daganna. Hann er ósáttur við vagnstjóra. „Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar. Þorsteinn, sem er stuðningsfulltrúi fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur í Hjálpræðishernum, var að hjóla niður hjólastíg á Suðurgötunni á laugardaginn. Þegar hann var að koma að gatnamótum Vonarstrætis og Suðurgötu beygði strætó inn á Suðurgötuna. Vagnstjórinn virðist hafa verið ansi plássfrekur að sögn Þorsteins þar sem hann keyrði í veg fyrir hann. Fyrir vikið hjólaði Þorsteinn beint á strætisvagninn og kastaðist, ásamt hjólinu, upp á gangstéttina. Hann var fluttur í flýti upp á spítala og kom þá í ljós að hann hafði tvíbrotnað á rist auk þess sem hann úlnliðsbrotnaði. „Ég er reyndar rosalega þakklátur að hafa sloppið svona vel," segir Þorsteinn sem fer allar sínar leiðir hjólandi. Hann segist hinsvegar ekki sáttur við aksturslag bílstjórans sem ók í veg fyrir hann. Þorsteinn segist hafa snöggreiðst honum þar sem hann lá brotinn á gangstéttinni. Meðal annars spurði hann hvers vegna í ósköpunum hann hefði ekið alveg að gangstéttarkantinum. Bílstjórinn svaraði því til að sögn Þorsteins að hann hefði ætlað að forðast holu sem hefði verið á veginum. Þorsteini er brugðið eftir að hafa lent í slysinu. Ekki síst vegna þess að hann hjólaði eftir hjólreiðastíg. „Ef maður er einhverstaðar öruggur þá hlýtur það að vera á sérmerktum stíg," segir Þorsteinn sem hefur ekki kannað réttarstöðu sína eftir óhappið. Hann veit ekki einu sinni hvort málið sé í rannsókn en það er ljóst að hann er frá vinnu næstu vikurnar. „Það er viðhorf margra að hjólreiðarmenn séu bara á eigin ábyrgð í umferðinni," segir Þorsteinn sem þykir ökumenn almennt skilningslausir gagnvart hjólreiðafólki. Sjálfur fær hann það stundum á tilfinninguna að borginni sé ekki heldur alvara með hjólreiðamenninguna. Aðspurður hvað taki nú við svarar Þorsteinn því að nú liggi hann heima og geti lítið athafnað sig vegna meiðslanna. Þá er óvíst hvort hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslanna, „læknar eru að velta því fyrir sér hvort ég þurfi skrúfu í fótinn," segir Þorsteinn en það mat fer fram í desember. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
„Ég var á leiðinni í vinnustaðapartí í Hjálpræðishernum þegar þetta gerðist,“ segir starfsmaður Hjálpræðishersins, Þorsteinn K. Kristiansen, sem varð fyrir strætisvagni á laugardagskvöldið. Þorsteinn fót- og handleggsbrotnaði og þarf líklega að vera í gifsi næstu fimm vikurnar. Þorsteinn, sem er stuðningsfulltrúi fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur í Hjálpræðishernum, var að hjóla niður hjólastíg á Suðurgötunni á laugardaginn. Þegar hann var að koma að gatnamótum Vonarstrætis og Suðurgötu beygði strætó inn á Suðurgötuna. Vagnstjórinn virðist hafa verið ansi plássfrekur að sögn Þorsteins þar sem hann keyrði í veg fyrir hann. Fyrir vikið hjólaði Þorsteinn beint á strætisvagninn og kastaðist, ásamt hjólinu, upp á gangstéttina. Hann var fluttur í flýti upp á spítala og kom þá í ljós að hann hafði tvíbrotnað á rist auk þess sem hann úlnliðsbrotnaði. „Ég er reyndar rosalega þakklátur að hafa sloppið svona vel," segir Þorsteinn sem fer allar sínar leiðir hjólandi. Hann segist hinsvegar ekki sáttur við aksturslag bílstjórans sem ók í veg fyrir hann. Þorsteinn segist hafa snöggreiðst honum þar sem hann lá brotinn á gangstéttinni. Meðal annars spurði hann hvers vegna í ósköpunum hann hefði ekið alveg að gangstéttarkantinum. Bílstjórinn svaraði því til að sögn Þorsteins að hann hefði ætlað að forðast holu sem hefði verið á veginum. Þorsteini er brugðið eftir að hafa lent í slysinu. Ekki síst vegna þess að hann hjólaði eftir hjólreiðastíg. „Ef maður er einhverstaðar öruggur þá hlýtur það að vera á sérmerktum stíg," segir Þorsteinn sem hefur ekki kannað réttarstöðu sína eftir óhappið. Hann veit ekki einu sinni hvort málið sé í rannsókn en það er ljóst að hann er frá vinnu næstu vikurnar. „Það er viðhorf margra að hjólreiðarmenn séu bara á eigin ábyrgð í umferðinni," segir Þorsteinn sem þykir ökumenn almennt skilningslausir gagnvart hjólreiðafólki. Sjálfur fær hann það stundum á tilfinninguna að borginni sé ekki heldur alvara með hjólreiðamenninguna. Aðspurður hvað taki nú við svarar Þorsteinn því að nú liggi hann heima og geti lítið athafnað sig vegna meiðslanna. Þá er óvíst hvort hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslanna, „læknar eru að velta því fyrir sér hvort ég þurfi skrúfu í fótinn," segir Þorsteinn en það mat fer fram í desember.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira