Skoðun

10 góðar ástæður til að mæta á kjörstað

Margrét Cela skrifar

  1. Stjórnlagaþing er staðreynd, því ekki að hafa áhrif á hverjir veljast þar inn?
  2. Til að fulltrúarnir á stjórnlagaþingi endurspegli alla þjóðina þarf öll þjóðin að kjósa, líka þú!
  3. Mjög mikilvægt er að stjórnlagaþingið hafi þjóðina á bak við sig, þá verður þingið áhrifameira.
  4. Með því að kjósa sýnum við að við höfum ekki misst alla trú á lýðræðinu. Við endurvekjum lýðræðið.
  5. Í gegnum tíðina hefur kosningaþátttaka á Íslandi verið mjög há, nú er ekki tíminn til að breyta því!
  6. Við viljum öll eiga þátt í að endurreisa Ísland og skapa réttlátt og sanngjarnt samfélag. Það verkefni sem bíður stjórnlagaþings er mikilvægt í því tilliti og þar af leiðandi er það líka mikilvægt að velja rétt fólk þangað inn.
  7. Kosningakerfið er ekki flókið, það er misskilningur, það er í raun og veru ákaflega einfalt. Þú velur þann í fyrsta sæti sem þú vilt helst sjá kosinn, og svo koll af kolli. Því fleiri sem þú velur, þeim mun líklegra er að atkvæði þitt nýtist til fulls.
  8. Þrátt fyrir að fjöldi frambjóðenda sé mikill er það þess virði að gefa sér tíma til að velja verðuga fulltrúa. Það eru margir hæfir frambjóðendur í framboði, og það er vinna að láta lýðræðið virka.
  9. Þjóðin sameinaðist um þjóðfundinn og stóð með honum, stjórnlagaþingið þarf líka á því að halda.
  10. Þetta er þitt tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig stjórnarskrá við búm við.
... og  ÞÚ KÝST EKKI EFTIR Á!!!

 



Skoðun

Sjá meira


×