Erlent

Morðingja enn leitað á Englandi

MYND/AP

Vopnaðir lögreglumenn í Bretlandi leita enn að manni sem um helgina skaut fyrrverandi kærustu sína, myrti ástmann hennar og skaut lögregluþjón í höfuðið.

Raoul Thomas Moat, 37 ára gömlum fyrrverandi dyraverði á næturklúbbi var sleppt úr fangelsi á fimmtudaginn var og tveimur dögum síðar rann á hann æði. Samantha Stobbart, 22 ára gömul fyrrverandi kærasta Moats er á gjörgæslu eftir að hann skaut hana nokkrum skotum. Kærasti hennar, Karatekennarinn Chris Brown beið bana í árásinni þegar Moat skaut hann fyrir utan heimili þeirra í bænum Gateshead í norðausturhluta Bretlands.

Degi síðar skaut Moat lögregluþjóninn David Rathband af tilefnislausu þar sem hann var á eftirlitsferð í Newcaastle. Rathband fékk skot í höfuðið og í brjóstkassann en er ekki talinn í lífshættu.

Mikil leit er nú gerð að Moat og hefur lögreglan í Northumbria sýslu fengið aðstoð frá öðrum umdæmum. Almenningur er beðinn um að nálgast Moat ekki verði einhver hans var en hann er vopnaður og talinn mjög hættulegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×