Erlent

Silvio á í of mörg hús að venda

Óli Tynes skrifar
Silvio Berlusconi hlær að andstæðingum sínum.
Silvio Berlusconi hlær að andstæðingum sínum.

Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður sjaldnast svarafátt. Hann er enn einusinni búinn að gera allt vitlaust. Að þessu sinni með gyðingabrandara. Það hefur orðið vinstri mönnum enn eitt tilefni til þess að krefjast þess að hann segi af sér.

Berlusconi svaraði fyrir þetta með sínum sérstaka hætti á útifundi í Milanó. Þar sagði hann við mannfjöldann að vinstri menn vildu losna við sig. Þeir segðu að Berlusconi ætti að fara heim til sín.

„En það er ekki svo einfalt," sagði hinn vellauðugi forseti. „Ég á tuttugu hús, í hvert þeirra á ég að fara?"

Áhorfendur veltust um af hlátri og klöppuðu forseta sínum lof í lófa. Þrátt fyrir allskonar uppákomur bæði varðandi vafasama brandara og kvennamál, nýtur hann mikils stuðnings meðal þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×