Erlent

Hættið þið nú alveg

Óli Tynes skrifar
Þetta er nú meiri ótíðin.
Þetta er nú meiri ótíðin. Mynd/AP

Er ekki hægt að vera sammála um að nóg sé komið af rigningu þegar gæsir eru farnar að forða sér upp á húsþök? Það finnst allavega þessum gæsum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Þar hafa verið miklar rigningar sem hafa valdið miklum flóðum. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða á annaðhundrað manns sem urðu innlyksa í húsum sínum. Gæsirnar komust að vísu af án aðstoðar. Þær príluðu upp á næsta húsþak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×