Viðskipti innlent

Bankaráð Landsbankans samþykkti tillögu um jafnan hlut kynja

Bankaráð Landsbankans samþykkti á fundi sínum í dag 17. febrúar 2010, tillögu þess efnis að fyrirtækið skuli tryggja fyrir árslok 2013 að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40 prósent í forystusveit bankans og dótturfélaga hans.

Með því hefur bankinn sett sér sömu markmið og sett voru í samstarfssamningi Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka Atvinnulífs og Viðskiptaráðs Íslands frá maí 2009.

Sá samningur er að auki undirritaður af fulltrúum stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi.

Tillagan var samþykkt samhljóða af bankaráði Landsbankans 17. febrúar 2010 en í því sitja Ása Richardsdóttir, Salvör Jónsdóttir, Stefanía Karlsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Haukur Halldórsson.

Gert er ráð fyrir aði Bankasýsla ríkisins skipi nýtt bankaráð á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×