Erlent

Dauðhræddir við drauga

Óli Tynes skrifar

Skelfingu lostnir hælisleitendur í Þrændalögum í Noregi leituðu í gær til lögreglunnar vegna draugagangs í húsi sem þeim hafði verið fengið til íbúðar.

Hælisleitendurnir sögðu að skáphurðir og skúffur hefðu opnast og lokast af sjálfu sér og að undarleg hljóð bærust um húsið.

Lögreglumenn fóru inn með þeim til þess að kanna málið en fundu ekkert athugavert. Fólkið var hinsvegar svo hrætt að lögreglumennirnir sátu með því góða stund til að hugga það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×