Verulegur árangur en mikið verk óunnið Guðrún Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins sem hófust í kjölfar falls stóru íslensku bankanna þriggja síðastliðið haust hafa nú staðið í meira en ár. Verulegur árangur hefur náðst á þeim tíma. Fjármálaeftirlitið afgreiddi á árinu 2009 hátt í níutíu viðurlagamál. Þar af voru 31 mál send til embættis sérstaks saksóknara þar sem unnið er af kappi við áframhaldandi vinnslu þeirra, tveimur var vísað til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og fimm til ríkissaksóknara. Stjórnvaldssektir og sáttir voru 51 talsins. Innan Fjármálaeftirlitsins hafa 77 mál verið til rannsóknar til þessa er tengjast falli bankanna. Staða þeirra er sú að 50 er lokið og 27 eru enn í rannsókn. Í nokkrum tilvikum eru rannsóknir á algjöru frumstigi. Þá eiga fleiri mál eftir að bætast við á nýju ári. Rannsóknirnar beinast bæði að einstaklingum og lögaðilum. Í þeim tilvikum sem um er að ræða einstaklinga er fyrst og fremst verið að skoða hvort viðkomandi hafi búið yfir upplýsingum sem ekki voru öllum aðgengilegar og hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Fjármálaeftirlitið fékk það viðbótarverkefni í kjölfar falls bankanna að rannsaka brot á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra. Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með fyrrgreindum lögum og reglum og þegar þetta er skrifað hefur bankinn tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot 22 aðila sem koma úr mismunandi starfsgreinum. Rannsóknum þeirra miðar vel. Mörg þeirra mála sem rannsökuð hafa verið eru afar flókin og teygja sig yfir landamæri. Gagna hefur verið aflað hjá erlendum eftirlitum og einnig má nefna að þeir tölvupóstar sem hafa verið skoðaðir skipta orðið milljónum. Eftir að Spron, Straumur og Icebank, eða Sparisjóðabankinn, voru yfirteknir fékk Fjármálaeftirlitið sjálfstæð endurskoðunarfyrirtæki til að fara inn í þessi fjármálafyrirtæki með svipuðum hætti og gert hafði verið við stóru bankana þrjá og bættist þar við mikið rannsóknarefni. Markaðsmisnotkun langt aftur í tímannNýlega hlutu tveir einstaklingar dóm fyrir markaðsmisnotkun. Þar var um að ræða mál sem Fjármálaeftirlitið hafði vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nokkru fyrir hrun bankanna. Því máli hefur verið lýst í fjölmiðlum og er nokkuð afmarkað en markaðsmisnotkunin fólst í því að hafa áhrif á verð ákveðinna skuldabréfa til hækkunar. Komið hefur í ljós að markaðsmisnotkunarmál teygja í sumum tilvikum anga sína langt aftur í tímann. Í því sambandi má benda á að markaðsmisnotkun felst ekki einungis í að hafa áhrif á verð hlutabréfa til hækkunar eða lækkunar heldur getur hún einnig falist í því að styðja það þannig að það haldist óbreytt. Hér eins og víða annars staðar er rauntímaeftirlit með markaðinum í höndum Kauphallarinnar en það getur verið mjög erfitt að greina markaðsmisnotkun. Fjármálaeftirlitið fær fjölda ábendinga af ýmsum toga frá Kauphöllinni. Verðbréfasvið Fjármálaeftirlitsins fer fyrir flestum rannsóknunum. Lífeyris- og verðbréfasjóðasvið Fjármálaeftirlitsins hefur unnið að ýmsum málum tengdum verðbréfasjóðum, þar með talið svonefndum peningamarkaðssjóðum. Þau mál hafa undið upp á sig í nokkrum tilvikum og eru sum enn til rannsóknar. Vátryggingasvið Fjármálaeftirlitsins hefur einnig unnið að máli sem farið hefur til sérstaks saksóknara eins og fram hefur komið í fréttum. Þá hefur lánasviðið komið að rannsóknum með verðbréfasviðinu. Skýrt verður frá niðurstöðum fleiri málaNokkurrar óánægju hefur gætt vegna þess að Fjármálaeftirlitið getur sjaldnast gefið upplýsingar um einstök mál. Úr þessu hefur verið bætt að hluta með nýjum lögum um gagnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Þau gera Fjármálaeftirlitinu kleift að skýra frá niðurstöðum fleiri mála og athugana en áður var. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru þó eftir sem áður bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum sem takmarka möguleika þeirra á að tjá sig um einstök mál. Ekki er hægt að skýra frá hvaða fyrirtæki og einstaklingar hafa verið eða eru til skoðunar innan Fjármálaeftirlitsins enda gæti það valdið saklausum aðilum ómældu tjóni auk þess sem það gæti spillt rannsóknarhagsmunum á þann veg að mál ónýttust. Nákvæmara og tortryggnara eftirlitÞað á eftir að taka okkur Íslendinga langan tíma að vinna úr þeim málum sem hafa komið upp í kjölfar falls bankanna. Þegar horft er til baka má segja að regluverk hafi verið til staðar hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Því var hins vegar ekki framfylgt sem skyldi. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri, sem fenginn var til að fara yfir reglur á fjármálamarkaði á Íslandi og eftirlit með honum, benti meðal annars á í skýrslu sinni að aðsópsmiklir aðilar á íslenskum fjármálamarkaði gátu farið í kringum laganna bókstaf. Eftirlitsaðilar hafi verið of uppburðarlitlir og skort lagastoð. Þá nefndi Jännäri einnig að stolt þjóðarinnar vegna velgengni bankanna hefði sennilega gert það að verkum að eftirlitsaðilar hefðu ekki getað gripið inn í starfsemi þeirra á sínum tíma. Mikilvægt er að framvegis verði starfað í anda laganna og með gott siðferði í viðskiptum og hagsmuni heilbrigðs markaðar að leiðarljósi. Óróatímar eins og voru í aðdraganda fallsins, vaxandi lausafjárþurrð og fall Lehman Brothers bankans, skapar jarðveg fyrir sviksemishegðun. Aðilar sem hafa alla tíð verið traustir og hegðað sér vel freistast stundum í slíku umhverfi til að gera hluti sem þeir hefðu ella ekki gert. Óhætt er að fullyrða að þeim málum sem Fjármálaeftirlitið vísar til embættis sérstaks saksóknara á eftir að fjölga. Allir hafa nú því miður lært mjög dýra lexíu og ljóst er að eftirlit verður nákvæmara og tortryggnara í framtíðinni ásamt því að gengið verður fram af meiri festu en áður hefur þekkst. Höfundur er sviðsstjóri á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins sem hófust í kjölfar falls stóru íslensku bankanna þriggja síðastliðið haust hafa nú staðið í meira en ár. Verulegur árangur hefur náðst á þeim tíma. Fjármálaeftirlitið afgreiddi á árinu 2009 hátt í níutíu viðurlagamál. Þar af voru 31 mál send til embættis sérstaks saksóknara þar sem unnið er af kappi við áframhaldandi vinnslu þeirra, tveimur var vísað til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og fimm til ríkissaksóknara. Stjórnvaldssektir og sáttir voru 51 talsins. Innan Fjármálaeftirlitsins hafa 77 mál verið til rannsóknar til þessa er tengjast falli bankanna. Staða þeirra er sú að 50 er lokið og 27 eru enn í rannsókn. Í nokkrum tilvikum eru rannsóknir á algjöru frumstigi. Þá eiga fleiri mál eftir að bætast við á nýju ári. Rannsóknirnar beinast bæði að einstaklingum og lögaðilum. Í þeim tilvikum sem um er að ræða einstaklinga er fyrst og fremst verið að skoða hvort viðkomandi hafi búið yfir upplýsingum sem ekki voru öllum aðgengilegar og hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Fjármálaeftirlitið fékk það viðbótarverkefni í kjölfar falls bankanna að rannsaka brot á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra. Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með fyrrgreindum lögum og reglum og þegar þetta er skrifað hefur bankinn tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot 22 aðila sem koma úr mismunandi starfsgreinum. Rannsóknum þeirra miðar vel. Mörg þeirra mála sem rannsökuð hafa verið eru afar flókin og teygja sig yfir landamæri. Gagna hefur verið aflað hjá erlendum eftirlitum og einnig má nefna að þeir tölvupóstar sem hafa verið skoðaðir skipta orðið milljónum. Eftir að Spron, Straumur og Icebank, eða Sparisjóðabankinn, voru yfirteknir fékk Fjármálaeftirlitið sjálfstæð endurskoðunarfyrirtæki til að fara inn í þessi fjármálafyrirtæki með svipuðum hætti og gert hafði verið við stóru bankana þrjá og bættist þar við mikið rannsóknarefni. Markaðsmisnotkun langt aftur í tímannNýlega hlutu tveir einstaklingar dóm fyrir markaðsmisnotkun. Þar var um að ræða mál sem Fjármálaeftirlitið hafði vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nokkru fyrir hrun bankanna. Því máli hefur verið lýst í fjölmiðlum og er nokkuð afmarkað en markaðsmisnotkunin fólst í því að hafa áhrif á verð ákveðinna skuldabréfa til hækkunar. Komið hefur í ljós að markaðsmisnotkunarmál teygja í sumum tilvikum anga sína langt aftur í tímann. Í því sambandi má benda á að markaðsmisnotkun felst ekki einungis í að hafa áhrif á verð hlutabréfa til hækkunar eða lækkunar heldur getur hún einnig falist í því að styðja það þannig að það haldist óbreytt. Hér eins og víða annars staðar er rauntímaeftirlit með markaðinum í höndum Kauphallarinnar en það getur verið mjög erfitt að greina markaðsmisnotkun. Fjármálaeftirlitið fær fjölda ábendinga af ýmsum toga frá Kauphöllinni. Verðbréfasvið Fjármálaeftirlitsins fer fyrir flestum rannsóknunum. Lífeyris- og verðbréfasjóðasvið Fjármálaeftirlitsins hefur unnið að ýmsum málum tengdum verðbréfasjóðum, þar með talið svonefndum peningamarkaðssjóðum. Þau mál hafa undið upp á sig í nokkrum tilvikum og eru sum enn til rannsóknar. Vátryggingasvið Fjármálaeftirlitsins hefur einnig unnið að máli sem farið hefur til sérstaks saksóknara eins og fram hefur komið í fréttum. Þá hefur lánasviðið komið að rannsóknum með verðbréfasviðinu. Skýrt verður frá niðurstöðum fleiri málaNokkurrar óánægju hefur gætt vegna þess að Fjármálaeftirlitið getur sjaldnast gefið upplýsingar um einstök mál. Úr þessu hefur verið bætt að hluta með nýjum lögum um gagnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Þau gera Fjármálaeftirlitinu kleift að skýra frá niðurstöðum fleiri mála og athugana en áður var. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru þó eftir sem áður bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum sem takmarka möguleika þeirra á að tjá sig um einstök mál. Ekki er hægt að skýra frá hvaða fyrirtæki og einstaklingar hafa verið eða eru til skoðunar innan Fjármálaeftirlitsins enda gæti það valdið saklausum aðilum ómældu tjóni auk þess sem það gæti spillt rannsóknarhagsmunum á þann veg að mál ónýttust. Nákvæmara og tortryggnara eftirlitÞað á eftir að taka okkur Íslendinga langan tíma að vinna úr þeim málum sem hafa komið upp í kjölfar falls bankanna. Þegar horft er til baka má segja að regluverk hafi verið til staðar hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Því var hins vegar ekki framfylgt sem skyldi. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri, sem fenginn var til að fara yfir reglur á fjármálamarkaði á Íslandi og eftirlit með honum, benti meðal annars á í skýrslu sinni að aðsópsmiklir aðilar á íslenskum fjármálamarkaði gátu farið í kringum laganna bókstaf. Eftirlitsaðilar hafi verið of uppburðarlitlir og skort lagastoð. Þá nefndi Jännäri einnig að stolt þjóðarinnar vegna velgengni bankanna hefði sennilega gert það að verkum að eftirlitsaðilar hefðu ekki getað gripið inn í starfsemi þeirra á sínum tíma. Mikilvægt er að framvegis verði starfað í anda laganna og með gott siðferði í viðskiptum og hagsmuni heilbrigðs markaðar að leiðarljósi. Óróatímar eins og voru í aðdraganda fallsins, vaxandi lausafjárþurrð og fall Lehman Brothers bankans, skapar jarðveg fyrir sviksemishegðun. Aðilar sem hafa alla tíð verið traustir og hegðað sér vel freistast stundum í slíku umhverfi til að gera hluti sem þeir hefðu ella ekki gert. Óhætt er að fullyrða að þeim málum sem Fjármálaeftirlitið vísar til embættis sérstaks saksóknara á eftir að fjölga. Allir hafa nú því miður lært mjög dýra lexíu og ljóst er að eftirlit verður nákvæmara og tortryggnara í framtíðinni ásamt því að gengið verður fram af meiri festu en áður hefur þekkst. Höfundur er sviðsstjóri á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun