Verulegur árangur en mikið verk óunnið Guðrún Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins sem hófust í kjölfar falls stóru íslensku bankanna þriggja síðastliðið haust hafa nú staðið í meira en ár. Verulegur árangur hefur náðst á þeim tíma. Fjármálaeftirlitið afgreiddi á árinu 2009 hátt í níutíu viðurlagamál. Þar af voru 31 mál send til embættis sérstaks saksóknara þar sem unnið er af kappi við áframhaldandi vinnslu þeirra, tveimur var vísað til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og fimm til ríkissaksóknara. Stjórnvaldssektir og sáttir voru 51 talsins. Innan Fjármálaeftirlitsins hafa 77 mál verið til rannsóknar til þessa er tengjast falli bankanna. Staða þeirra er sú að 50 er lokið og 27 eru enn í rannsókn. Í nokkrum tilvikum eru rannsóknir á algjöru frumstigi. Þá eiga fleiri mál eftir að bætast við á nýju ári. Rannsóknirnar beinast bæði að einstaklingum og lögaðilum. Í þeim tilvikum sem um er að ræða einstaklinga er fyrst og fremst verið að skoða hvort viðkomandi hafi búið yfir upplýsingum sem ekki voru öllum aðgengilegar og hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Fjármálaeftirlitið fékk það viðbótarverkefni í kjölfar falls bankanna að rannsaka brot á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra. Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með fyrrgreindum lögum og reglum og þegar þetta er skrifað hefur bankinn tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot 22 aðila sem koma úr mismunandi starfsgreinum. Rannsóknum þeirra miðar vel. Mörg þeirra mála sem rannsökuð hafa verið eru afar flókin og teygja sig yfir landamæri. Gagna hefur verið aflað hjá erlendum eftirlitum og einnig má nefna að þeir tölvupóstar sem hafa verið skoðaðir skipta orðið milljónum. Eftir að Spron, Straumur og Icebank, eða Sparisjóðabankinn, voru yfirteknir fékk Fjármálaeftirlitið sjálfstæð endurskoðunarfyrirtæki til að fara inn í þessi fjármálafyrirtæki með svipuðum hætti og gert hafði verið við stóru bankana þrjá og bættist þar við mikið rannsóknarefni. Markaðsmisnotkun langt aftur í tímannNýlega hlutu tveir einstaklingar dóm fyrir markaðsmisnotkun. Þar var um að ræða mál sem Fjármálaeftirlitið hafði vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nokkru fyrir hrun bankanna. Því máli hefur verið lýst í fjölmiðlum og er nokkuð afmarkað en markaðsmisnotkunin fólst í því að hafa áhrif á verð ákveðinna skuldabréfa til hækkunar. Komið hefur í ljós að markaðsmisnotkunarmál teygja í sumum tilvikum anga sína langt aftur í tímann. Í því sambandi má benda á að markaðsmisnotkun felst ekki einungis í að hafa áhrif á verð hlutabréfa til hækkunar eða lækkunar heldur getur hún einnig falist í því að styðja það þannig að það haldist óbreytt. Hér eins og víða annars staðar er rauntímaeftirlit með markaðinum í höndum Kauphallarinnar en það getur verið mjög erfitt að greina markaðsmisnotkun. Fjármálaeftirlitið fær fjölda ábendinga af ýmsum toga frá Kauphöllinni. Verðbréfasvið Fjármálaeftirlitsins fer fyrir flestum rannsóknunum. Lífeyris- og verðbréfasjóðasvið Fjármálaeftirlitsins hefur unnið að ýmsum málum tengdum verðbréfasjóðum, þar með talið svonefndum peningamarkaðssjóðum. Þau mál hafa undið upp á sig í nokkrum tilvikum og eru sum enn til rannsóknar. Vátryggingasvið Fjármálaeftirlitsins hefur einnig unnið að máli sem farið hefur til sérstaks saksóknara eins og fram hefur komið í fréttum. Þá hefur lánasviðið komið að rannsóknum með verðbréfasviðinu. Skýrt verður frá niðurstöðum fleiri málaNokkurrar óánægju hefur gætt vegna þess að Fjármálaeftirlitið getur sjaldnast gefið upplýsingar um einstök mál. Úr þessu hefur verið bætt að hluta með nýjum lögum um gagnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Þau gera Fjármálaeftirlitinu kleift að skýra frá niðurstöðum fleiri mála og athugana en áður var. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru þó eftir sem áður bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum sem takmarka möguleika þeirra á að tjá sig um einstök mál. Ekki er hægt að skýra frá hvaða fyrirtæki og einstaklingar hafa verið eða eru til skoðunar innan Fjármálaeftirlitsins enda gæti það valdið saklausum aðilum ómældu tjóni auk þess sem það gæti spillt rannsóknarhagsmunum á þann veg að mál ónýttust. Nákvæmara og tortryggnara eftirlitÞað á eftir að taka okkur Íslendinga langan tíma að vinna úr þeim málum sem hafa komið upp í kjölfar falls bankanna. Þegar horft er til baka má segja að regluverk hafi verið til staðar hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Því var hins vegar ekki framfylgt sem skyldi. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri, sem fenginn var til að fara yfir reglur á fjármálamarkaði á Íslandi og eftirlit með honum, benti meðal annars á í skýrslu sinni að aðsópsmiklir aðilar á íslenskum fjármálamarkaði gátu farið í kringum laganna bókstaf. Eftirlitsaðilar hafi verið of uppburðarlitlir og skort lagastoð. Þá nefndi Jännäri einnig að stolt þjóðarinnar vegna velgengni bankanna hefði sennilega gert það að verkum að eftirlitsaðilar hefðu ekki getað gripið inn í starfsemi þeirra á sínum tíma. Mikilvægt er að framvegis verði starfað í anda laganna og með gott siðferði í viðskiptum og hagsmuni heilbrigðs markaðar að leiðarljósi. Óróatímar eins og voru í aðdraganda fallsins, vaxandi lausafjárþurrð og fall Lehman Brothers bankans, skapar jarðveg fyrir sviksemishegðun. Aðilar sem hafa alla tíð verið traustir og hegðað sér vel freistast stundum í slíku umhverfi til að gera hluti sem þeir hefðu ella ekki gert. Óhætt er að fullyrða að þeim málum sem Fjármálaeftirlitið vísar til embættis sérstaks saksóknara á eftir að fjölga. Allir hafa nú því miður lært mjög dýra lexíu og ljóst er að eftirlit verður nákvæmara og tortryggnara í framtíðinni ásamt því að gengið verður fram af meiri festu en áður hefur þekkst. Höfundur er sviðsstjóri á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins sem hófust í kjölfar falls stóru íslensku bankanna þriggja síðastliðið haust hafa nú staðið í meira en ár. Verulegur árangur hefur náðst á þeim tíma. Fjármálaeftirlitið afgreiddi á árinu 2009 hátt í níutíu viðurlagamál. Þar af voru 31 mál send til embættis sérstaks saksóknara þar sem unnið er af kappi við áframhaldandi vinnslu þeirra, tveimur var vísað til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar og fimm til ríkissaksóknara. Stjórnvaldssektir og sáttir voru 51 talsins. Innan Fjármálaeftirlitsins hafa 77 mál verið til rannsóknar til þessa er tengjast falli bankanna. Staða þeirra er sú að 50 er lokið og 27 eru enn í rannsókn. Í nokkrum tilvikum eru rannsóknir á algjöru frumstigi. Þá eiga fleiri mál eftir að bætast við á nýju ári. Rannsóknirnar beinast bæði að einstaklingum og lögaðilum. Í þeim tilvikum sem um er að ræða einstaklinga er fyrst og fremst verið að skoða hvort viðkomandi hafi búið yfir upplýsingum sem ekki voru öllum aðgengilegar og hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Fjármálaeftirlitið fékk það viðbótarverkefni í kjölfar falls bankanna að rannsaka brot á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra. Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með fyrrgreindum lögum og reglum og þegar þetta er skrifað hefur bankinn tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot 22 aðila sem koma úr mismunandi starfsgreinum. Rannsóknum þeirra miðar vel. Mörg þeirra mála sem rannsökuð hafa verið eru afar flókin og teygja sig yfir landamæri. Gagna hefur verið aflað hjá erlendum eftirlitum og einnig má nefna að þeir tölvupóstar sem hafa verið skoðaðir skipta orðið milljónum. Eftir að Spron, Straumur og Icebank, eða Sparisjóðabankinn, voru yfirteknir fékk Fjármálaeftirlitið sjálfstæð endurskoðunarfyrirtæki til að fara inn í þessi fjármálafyrirtæki með svipuðum hætti og gert hafði verið við stóru bankana þrjá og bættist þar við mikið rannsóknarefni. Markaðsmisnotkun langt aftur í tímannNýlega hlutu tveir einstaklingar dóm fyrir markaðsmisnotkun. Þar var um að ræða mál sem Fjármálaeftirlitið hafði vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nokkru fyrir hrun bankanna. Því máli hefur verið lýst í fjölmiðlum og er nokkuð afmarkað en markaðsmisnotkunin fólst í því að hafa áhrif á verð ákveðinna skuldabréfa til hækkunar. Komið hefur í ljós að markaðsmisnotkunarmál teygja í sumum tilvikum anga sína langt aftur í tímann. Í því sambandi má benda á að markaðsmisnotkun felst ekki einungis í að hafa áhrif á verð hlutabréfa til hækkunar eða lækkunar heldur getur hún einnig falist í því að styðja það þannig að það haldist óbreytt. Hér eins og víða annars staðar er rauntímaeftirlit með markaðinum í höndum Kauphallarinnar en það getur verið mjög erfitt að greina markaðsmisnotkun. Fjármálaeftirlitið fær fjölda ábendinga af ýmsum toga frá Kauphöllinni. Verðbréfasvið Fjármálaeftirlitsins fer fyrir flestum rannsóknunum. Lífeyris- og verðbréfasjóðasvið Fjármálaeftirlitsins hefur unnið að ýmsum málum tengdum verðbréfasjóðum, þar með talið svonefndum peningamarkaðssjóðum. Þau mál hafa undið upp á sig í nokkrum tilvikum og eru sum enn til rannsóknar. Vátryggingasvið Fjármálaeftirlitsins hefur einnig unnið að máli sem farið hefur til sérstaks saksóknara eins og fram hefur komið í fréttum. Þá hefur lánasviðið komið að rannsóknum með verðbréfasviðinu. Skýrt verður frá niðurstöðum fleiri málaNokkurrar óánægju hefur gætt vegna þess að Fjármálaeftirlitið getur sjaldnast gefið upplýsingar um einstök mál. Úr þessu hefur verið bætt að hluta með nýjum lögum um gagnsæi í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Þau gera Fjármálaeftirlitinu kleift að skýra frá niðurstöðum fleiri mála og athugana en áður var. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru þó eftir sem áður bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum sem takmarka möguleika þeirra á að tjá sig um einstök mál. Ekki er hægt að skýra frá hvaða fyrirtæki og einstaklingar hafa verið eða eru til skoðunar innan Fjármálaeftirlitsins enda gæti það valdið saklausum aðilum ómældu tjóni auk þess sem það gæti spillt rannsóknarhagsmunum á þann veg að mál ónýttust. Nákvæmara og tortryggnara eftirlitÞað á eftir að taka okkur Íslendinga langan tíma að vinna úr þeim málum sem hafa komið upp í kjölfar falls bankanna. Þegar horft er til baka má segja að regluverk hafi verið til staðar hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Því var hins vegar ekki framfylgt sem skyldi. Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri, sem fenginn var til að fara yfir reglur á fjármálamarkaði á Íslandi og eftirlit með honum, benti meðal annars á í skýrslu sinni að aðsópsmiklir aðilar á íslenskum fjármálamarkaði gátu farið í kringum laganna bókstaf. Eftirlitsaðilar hafi verið of uppburðarlitlir og skort lagastoð. Þá nefndi Jännäri einnig að stolt þjóðarinnar vegna velgengni bankanna hefði sennilega gert það að verkum að eftirlitsaðilar hefðu ekki getað gripið inn í starfsemi þeirra á sínum tíma. Mikilvægt er að framvegis verði starfað í anda laganna og með gott siðferði í viðskiptum og hagsmuni heilbrigðs markaðar að leiðarljósi. Óróatímar eins og voru í aðdraganda fallsins, vaxandi lausafjárþurrð og fall Lehman Brothers bankans, skapar jarðveg fyrir sviksemishegðun. Aðilar sem hafa alla tíð verið traustir og hegðað sér vel freistast stundum í slíku umhverfi til að gera hluti sem þeir hefðu ella ekki gert. Óhætt er að fullyrða að þeim málum sem Fjármálaeftirlitið vísar til embættis sérstaks saksóknara á eftir að fjölga. Allir hafa nú því miður lært mjög dýra lexíu og ljóst er að eftirlit verður nákvæmara og tortryggnara í framtíðinni ásamt því að gengið verður fram af meiri festu en áður hefur þekkst. Höfundur er sviðsstjóri á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar