Erlent

Sjaldan verið kaldara í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjálfsagt eru ísbirnirnir í dýragarðinum í Álaborg ekkert að kvarta yfir kuldanum. Mynd/ AFP.
Sjálfsagt eru ísbirnirnir í dýragarðinum í Álaborg ekkert að kvarta yfir kuldanum. Mynd/ AFP.
Ef fer sem horfir gæti janúarmánuður orðið sá tíundi kaldasti sem Danir hafa upplifað frá því að hitamælingar hófust þar í landi árið 1874.

Meðalhitinn í Danmörku, það sem af er mánuðinum, hefur verið um -3,9 gráður, en um -6 gráður á stórum norðurhluta Jótlands. Að meðaltali hefur verið kaldast í Tylstrup, sem liggur skammt norðan við Álaborg, en hlýjast hefur verið í Bornholm þar sem kuldinn hefur verið um 0,8 gráður.

Mestur hefur kuldinn mælst -16,2 gráður en það var í Isenvad aðfaranótt 3. janúar.

DR greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×