Lífið

Áttu vatn vann Stuttmyndadaga

Tinni Sveinsson skrifar
Haraldur Sigurjónsson sigurvegari, Logi Hilmarsson, Sara Gunnarsdóttir, Jónatan Arnar Örlygsson og Grímur Björn Grímsson.
Haraldur Sigurjónsson sigurvegari, Logi Hilmarsson, Sara Gunnarsdóttir, Jónatan Arnar Örlygsson og Grímur Björn Grímsson.

Lokakvöld Stuttmyndadaga 2010 var haldið í gær í Kringlubíói þar sem 22 stuttmyndir voru sýndar. Myndin Áttu vatn? eftir Harald Sigurjónsson var hlutskörpust og var dómnefnd einróma í vali sínu. Haraldur hlýtur að launum 100 þúsund krónur og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem hann tekur þátt í dagskrárliðnum Short Film Corner.

Í öðru sæti var myndin Sykurmoli eftir Söru Gunnarsdóttur, sem dómnefndin sagði hnitmiðaða og koma frá hjartanu. Í þriðja sæti var myndin Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson sem þótti frumleg og vel skrifuð. Áhorfendaverðlaunin hlutu síðan Jónatan Arnar Örlygsson og Grímur Björn Grímsson fyrir myndina Ofurkrúttið.

Dómnefnd var skipuð þeim Baldvini Z leikstjóra, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikkonu og Veru Sölvadóttur leikstjóra. Kvikmyndafélag Íslands heldur utan um keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.