Erlent

Reykingabann sett á í Alexandríu

Borgaryfirvöld í Alexandríu einni af stærstu borgum Egyptalands ætla að koma á reykingabanni í opinberum byggingum og á opnum svæðum í borginni.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt þar í landi en Egyptar eru sú Arabaþjóð sem reykir hvað mest af tóbaki.

Samkvæmt frétt um málið á BBC reykja Egyptar 19 milljarða af sígarettum á hverju ári. Þessi mikla tóbaksnotkun veldur heilbrigðisyfirvöldum í landinu áhyggjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×