Lífið

Lindsay gæti endað í fangelsi

Leikkonan Lindsay Lohan.
Leikkonan Lindsay Lohan.
Leikkonan Lindsay Lohan gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hún fundin sek um að hafa brotið skilorðið.

Lohan var gert að ganga um með ökklaband sem mælir áfengismagn í blóðinu, er þetta gert til þess að halda leikkonunni á beinu brautinni án þess að senda hana í meðferð.

Tveimur dögum eftir að Lohan fékk ökklabandið sótti hún MTV-verðlaunahátíðina og á hún þá að hafa fengið sér áfengan drykk og þar með brotið skilorð sitt.

Ökklabandið mælir áfengismagn í blóði þess sem ber það á þrjátíu mínútna fresti og að sögn framleiðanda hefur tækið aldrei klikkað hingað til.

„Við getum auðveldlega greint milli þess hvort einstaklingurinn hafi verið að drekka eða hvort áfengi hafi einfaldlega sullast á tækið. Í þessu tilfelli var ekki um slys að ræða," sagði talsmaður framleiðanda ökklabandanna.

Lohan sjálf vill þó meina að hún hafi verið bláedrú allt kvöldið. „Þetta var ekki ökklabandið sem blikkaði, heldur var það armband með blikkljósum sem vinur minn hafði gefið mér," skrifaði leikkonan á Twitter-síðu sína stuttu áður en hún mætti í dómsal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.