Erlent

Þurfa fleiri þyrlur

Frá þorpinu Tul í suðurhluta Pakistan í dag. Mynd/AP
Frá þorpinu Tul í suðurhluta Pakistan í dag. Mynd/AP
Talsmaður matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Pakistana þurfa nauðsynlega á þyrlum að halda svo hægt sé að koma hjálpargögnum til fólks sem hafa lokast inni á flóðasvæðunum í landinu. Fjölmargar brýr og vegir hafa skemmst í flóðunum sem Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur líkt við hægfara tsunami-flóðbylgju. Emilia Casella, talsmaður matvælahjálparinnar, segir Sameinuðu þjóðirnar einungis hafa tíu þyrlur í Pakistan.

Talið er að um 20 milljónir hafi misst heimili sín í flóðunum, en um 170 milljónir búa í Pakistan. Flóðin byrjuðu fyrir rúmum hálfum mánuði og hafa náð til um fjórðungs landsins, aðallega í landbúnaðarhéröðum í miðju landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×