Ljós hvað? 18. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar