Ljós hvað? 18. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar