Ljós hvað? 18. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun