Erlent

Búálfur framdi bankarán

Lögreglan í Tennessee í Bandaríkjunum skaut tvo menn til bana í gær, þegar til skotbardaga kom eftir að bankarán sem þeir frömdu fór út um þúfur. Annar mannanna var klæddur sem búálfur að írskum sið en í gær var dagur heilags Patreks haldinn hátíðlegur en hann má kalla þjóðhátíðardag Íra.

Það var búálfurinn sem framdi ránið en hinn maðurinn var ökumaður hans. Álfurinn var þungvopnaður. Lögregla kom á staðinn í þann mund sem ræningjarnir voru að fara með ránsfenginn og upphófst æsileg eftirför sem lauk með því að ræningjarnir voru báðir skotnir til bana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×