Erlent

Kúba sama sæluríkið

Óli Tynes skrifar
Lögreglan dró Hvítklæddu konurnar á brott.
Lögreglan dró Hvítklæddu konurnar á brott. Mynd/AP

Hvítklæddu konurnar á Kúbu fóru í mótmælagöngu í gær sem endaði eins og venjulega með því að lögreglan leysti gönguna upp með valdi.

Hvítklæddu konurnar eru samtök kvenna sem berjast fyrir því að fá eiginmenn sína, syni og aðra ástvini lausa úr fangelsum alræðisstjórnarinnar.

Konurnar hófu göngu sína í útjaðri Havana en lögreglan kom í veg fyrir að þær kæmust leiðar sinnar. Þegar þær lögðust í götuna í mótmælaskyni voru þær fjarlægðar með valdi.

Þúsundir pólitískra fanga eru í fangelsum á Kúbu og eiga þar illa vist. Pyntingar og allskonar harðræði er þar daglegt brauð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindastofnunum eins og Amnesty International.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×