Erlent

Ashton heimsækir Gaza

Yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, barónessan Catherine Ashton, heimsækir í dag Gaza-ströndina í Palestínu og verður hún þar með einn hæst setti vestræni stjórnmálamaðurinn sem þangað kemur frá því Hamas samtökin náðu þar völdum fyrir nokkrum árum.

ESB leggur nú mikla áherslu á að endurvekja friðarferlið í Mið-Austurlöndum og er heimsóknin liður í þeirri viðleitni. Aðeins tveir evrópskir utanríkisráðherrar hafa heimsótt Gaza á síðasta ári en ísraelsk yfirvöld neita þeim sem um það sækja yfirleitt um inngöngu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×