Erlent

Lögregluþjónn kveikti í húsum

Danskur lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að hafa undanfarnar vikur kveikt að minnsta kosti átta sinnum í húsum, bílskúrum og bifreiðum í Silkiborg, fjörutíu þúsund manna bæ á Jótlandi, skammt frá Árósum.

Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa tvisvar sinnum kveikt í heima hjá sér, en félagar hans í lögreglunni gefa þó ekki upp hvort það hafi komið þeim á sporið.

Handtaka hans er mikill léttir fyrir íbúa í Silkiborg, sem aldrei þessu vant hafa þurft að læsa bílskúrum sínum og geymslum af ótta við óþekkta brennuvarginn.

- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×